Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2022 09:33 John Shipton, faðir Julian Assange, berst nú fyrir því að fá stjórnvöld í Ástralíu til að þrýsta á Bandaríkjamenn um lausn sonar síns. epa/Andy Rain Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan. Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan.
Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira