„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 10:00 Arnar Gunnlaugsson vill sjá hugað Víkingslið gegn Lech Poznan í kvöld. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. „Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
„Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00