Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Sonur (lengst til vinstri) og dóttir (lengst til hægri) Lawrence Rudolph á leið í réttarsal þann 13. júlí síðastliðinn. Bæði hafa þau stutt föður sinn í málinu. Ap/David Zalubowski Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku. Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku.
Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06