Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö? Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 16:45 Víkingur tekur á móti Lech Poznan á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni. Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira