„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 07:00 Aron Ingi Davíðsson vinnur að nýrri unglingaseríu sem er meðal annars byggð á persónulegri reynslu og heiðrar minningu vinar hans sem féll frá langt um aldur fram. Aðsend Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga. Rapp og parketslíp „Ég byrjaði að rappa þréttan ára gamall með mjög misjöfnum árangri,“ segir Aron Ingi og bætir við að honum hafi tekist að vinna rímnaflæði þegar hann var fimmtán ára. „Það var eflaust toppurinn á sóló-rappferlinum. Á meðan var ég að vinna hjá afa mínum, besta parketslípara landsins, við að slípa parket þangað til ég ákvað að elta það sem mig langaði virkilega til að gera. Ég byrjaði að skjóta heimildarmynd um undirheimana á Íslandi upp á eigin spýtur en það verkefni fór á hold þegar ég byrjaði í Áttunni árið 2016.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Ævintýri Áttunnar Aron Ingi var einn af eigendum Áttunnar á árunum 2016-2018 og segir hann það hafa verið ákveðið hark í byrjun. „Þegar ég byrjaði að vinna hjá Áttunni þá var ég vinnandi stanslaust frítt til að byrja með enda gekk illa að selja fyrirtækjum auglýsingar í gegnum samfélagsmiðla. Markaðsstjórar voru flestir ekki alveg á því concepti en Nýherji og fleiri fyrirtæki tóku slaginn með okkur. Síðan stækkaði fyrirtækið ört og fengum í kringum átta milljón áhorf árið 2017 á Facebook myndböndin okkar. Við fórum síðan að gera tónlist og til þess að markaðssetja lögin gerðum við þriggja þátta vef seríu með tónlistarmyndband sem fjórða þátt. Það gekk vonum framar og við gerðum tónlistarmyndbönd sem hétu Nei Nei, Ekki Seena og Áhrifin.“ Eftir vinnu sína hjá Áttunni fór Aron í auglýsingabransann og starfaði fyrir fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Ásamt því hélt hann uppi viðtals hlaðvarpi sem entist stutt þar sem annað tók við. Áttan kom fram víðs vegar um landið og átti nokkra smelli.Aðsend Draumastaðsetning „Ég flutti með yndislegu konunni minni Birtu Ósk og litla stráknum okkar Mikael Inga sem var þá eins árs gamall til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð í New York Film Academy. Ég kláraði Associates gráðuna og endaði skólann með útskriftarmynd sem fór á kvikmyndahátíðir. Í dag er ég svo að vinna sem kvikmyndagerðarmaður í alls konar verkefnum, bæði íslenskum og erlendum, ásamt því að skrifa handrit og leikstýra.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Aðspurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að flytja vestur um haf segir Aron að það hafi líklega komið frá ást sinni á bíómyndum. „Alveg frá því ég var lítill hefur mig alltaf langað að verða leikstjóri og búa í Bandaríkjunum, sem er alveg pínu fyndið. Ég horfði á alltof mikið af bíómyndum og þáttum þegar ég var að alast upp, enda foreldrar mínir mikið bíófólk. Mamma mín var rosalega dugleg að sýna mér bíómyndir sem hún elskaði og það var alltaf þannig þegar ég var lítill. Ef maður var kannski eitthvað niður fyrir þá var það bara bíómynd og kósý.“ Hann segir Los Angeles hafa verið algjöra draumastaðsetningu á sínum tíma. „Síðan var það alltaf rosaleg ranghugmynd hjá mér að það væri betra að vinna í kvikmyndagerð þar, en ég vissi náttúrulega ekkert um bransann. Þegar ég var búinn með skólann og hafði verið að vera vinna úti í hálft ár ætlaði ég að koma heim í þriggja mánaða frí.“ Aðsend Íslenski kvikmyndabransinn heillaði Eftir að heim var komið tók Aron kaffibolla með Einari, félaga sínum sem starfar í kvikmyndabransanum hérlendis. „Hann bauð mér strax í kvikmyndaverkefni með sér, ég sló til og hef ekki stoppað síðan. Þá komst ég að því hversu frábær íslenski kvikmyndabransinn er og fólkið náttúrulega æðislegt. Enda er Hollywood alltaf hérna heima og sífellt að reyna stela öllu hæfileikaríka fólkinu okkar.“ Námið var virkilega lærdómsríkt að sögn Arons og hefur nýst honum vel. „Námið var algjör draumur, hausinn minn var að springa á hverjum degi með nýjum lærdómi og í fyrsta skipti á ævinni heyrði ég hvert orð sem að kennararnir sögðu. Ég fór strax að bera enn meiri virðingu fyrir listinni og dugnaðinum í kvikmyndagerðarfólki. Í fyrsta leikstjóratímanum mínum fór kennarinn yfir senu eftir Steven Spielberg og hann nefndi 100 atriði sem að leikstjórinn og crewið var búið að hugsa út í, allt frá trjánum yfir í liti á fötunum. Það var mjög yfirþyrmandi en ég varð alltaf meira og meira ástfanginn. Það var magnað að fá að læra af svona hæfileikaríku fólki sem var búið að ná langt í bransanum þarna úti.“ Aðsend Stuðningsrík fjölskylda Aron er þakklátur fyrir reynsluna sem lífið úti færði honum en þótti þó gott að koma heim. „Að búa í Los Angeles var mjög skemmtileg lífsreynsla og mikið ævintýri. Ekkert sem fólk hefur ekki heyrt áður, sól, tækifæri, Disneyland og allt það. Þetta var líka oft erfitt, að aðlagast nýju umhverfi, krefjandi skólanám og fjölskyldan manns langt í burtu. Ég hefði ekki getað þetta án konunnar minnar og litla stráksins míns.“ Aron ásamt eiginkonu sinni, Birtu, og syni þeirra Mikael Inga.Aðsend Fjölskyldan styður þétt við bakið á Aroni. „Ég hef verið alveg ótrúlega lánsamur og finnst ég oft ekki eiga það skilið. Giftist konunni minni, eignaðist barn og er með annan gullmola á leiðinni. Síðan var það auðvitað alltaf markmiðið að byrja að leikstýra, skrifa og vinna að þessum bíómyndum sem ég hafði horft á frá því ég var barn.“ Unglingasería Þessa dagana er Aron Ingi að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi. „Þetta er unglingasería í anda Euphoria, Skam og með pínu Atlanta keim. Serían fjallar í raun um það að vera byrja í menntaskóla og öllu sem tengist því partý, ástir, drama, missa mey/sveindóminn og að byrja fikta við hina ýmsu ósiði. Síðan fannst mér líka áhugavert að taka fyrir ný mál eins og samfélagsmiðla, netníð og annað sem er að hafa mikil áhrif á ungt fólk í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Serían segir sögu sextán ára krakka í vinahópi sem er að byrja í menntaskóla þar sem rapp er aðalmálið og rauður þráður í þáttunum. „Allir annað hvort hlusta á rapp, eru rapparar eða langar að byrja með rappara. Í þessum heimi þráir aðalpersónan ekkert meira en að verða frægur rappari en gengur rosalega erfiðlega hjá honum þrátt fyrir mikinn metnað og dugnað. Þau eru algjörir underdogs sem dreyma um að semja vinsælasta lag landsins, síðan er bara spurning hvort þeim tekst það. Rapp senan er náttúrulega gríðarlega stór á Íslandi og hefur verið það lengi. Mér fannst klárlega þörf á bæði unglinga og rapp seríu á Íslandi. Ég hef verið duglegur að spjalla við íslenska rappara um þeirra sögur og upplifanir og ég mun halda áfram að gera það í ferlinu. Hver veit nema einhver af þeim komi eitthvað fyrir í seríunni?“ Byggð á eigin lífi Þáttaserían byggir á persónulegu lífi Arons. „Hún er í raun upprunalega byggð á mér og tveimur bestu vinum mínum sem ég kynntist mjög ungur. Annar þeirra var að fikta við eiturlyf og tók eina vitlausa töflu með þeim afleiðingum að hann fór í geðrof og jafnaði sig aldrei eftir það. Hann tók síðan sitt eigið líf ekki löngu seinna. Hann var ein flottasta og hæfileikaríkasta manneskja sem ég hef kynnst og hafði það gríðarleg áhrif á mig þegar hann fór. Ég hugsa um hann og tala við hann nánast á hverjum degi. Mig hefur langað til að heiðra hann á einhvern hátt síðan hann fór.“ Aron segir einnig mikilvægt að þetta geti verið forvörn fyrir aðra. „Mig langar að geta varað fólk við að ef að þetta kom fyrir hann þá getur þetta komið fyrir hvern sem er. Hinn vinur minn, Kristmundur Axel, hefur verið að gera tónlist með mér síðan ég var þrettán ára. Hans saga er áhrifamikil og einstök, eitt af því sem ekki einkenndi hans æsku var að hann þurfti að alast upp með bæði pabba og bróður sem sátu inni fyrir morð. Kristmundur vann söngvakeppni framhaldsskólanna með lagi um pabba sinn og verður þjóðþekktur í kjölfarið. Hann er ein besta sál sem ég þekki og eigum við endalaust af bæði skemmtilegum og slæmum minningum saman sem ég hef í handritsbankanum.“ Aron og Kristmundur að rappa á sínum yngri árum.Aðsend Alkóhólismi og fíkn alltaf verið nálægt „Innblásturinn til að byrja skrifa var í raun algjört nostalgíu kast því mér fannst þetta svo skemmtilegir tímar og minningar og taldi ég þetta góða leið til þess að upplifa vott af því aftur í gegnum handritið. Síðan hefur alkóhólismi og fíkn alltaf verið mér mjög nálægt og er sjálfur AA maður. Mig langar að sýna fíkn hjá ungu fólki í réttri mynd og fannst mér áhugavert að sýna hvernig umhverfið, uppeldi og fjölskylda hefur áhrif á hvert fiktið fer með mann,“ segir Aron og bætir við: „Auðvitað er þetta ekki beint ævisaga okkar strákanna heldur var það drifkrafturinn, síðan þarf maður að fylgja ýmsum formum og reglum í handritsgerð. Við tókum viðtal við marga unglinga, fjölskyldu og vini til þess að sækjast eftir reynslusögum. Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað til að fólk muni tengja við söguna.“ Draumur sem rættist Sigurjón Sighvatsson hringdi í Aron í fyrra og sagðist vilja vera yfirframleiðandi af seríunni. Aron segir að með því hafi stór draumur ræst. „Það var náttúrulega eitt það súrealískasta sem ég hef upplifað og það var ekki hægt að neita því. Sigurjón hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska kvikmyndagerð og framleiddi til dæmis 90210 sem eru með þekktustu unglingaseríum allra tíma. Hann var líka strax með gríðarlega flottar pælingar og hugmyndir sem mér leist vel á.“ Aron segist líta mikið upp til Sigurjóns og hafði það alltaf að markmiði í náminu að vinna með Sigurjóni einn daginn. „Ég verð að viðurkenna ég taldi það mjög ólíkegt en ég vil trúa að ég hafi náð að secreta þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Frumraun í leikstjórn Aðspurður um hvenær megi eiga von á að sjá seríuna segir Aron ómögulegt að segja til um hvenær. „Við erum á fullu að skrifa seríuna og ætlum að taka okkar tíma í það. Ásgeir Sigurðsson kom inn í byrjun árs og er að skrifa seríunna með mér. Hann gerði nýlega bíómyndina Harmur sem hefur gengið vel og var tilnefnd til tveggja Eddu verðlauna. Ragnheiður Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ZikZak er búinn að vera frábær og hefur verið gott að fá hennar input í skrifin enda mjög fróð um handritsgerð. Þetta verður síðan frumraun mín sem leikstjóri. Þetta verkefni skiptir mig gríðarlega miklu máli, ég er að leggja mig allan í þetta og það er mér mjög mikilvægt að fara vel með þessa sögu þar sem hún er mér persónuleg á margan hátt,“ segir Aron að lokum. Bíó og sjónvarp Tónlist Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Rapp og parketslíp „Ég byrjaði að rappa þréttan ára gamall með mjög misjöfnum árangri,“ segir Aron Ingi og bætir við að honum hafi tekist að vinna rímnaflæði þegar hann var fimmtán ára. „Það var eflaust toppurinn á sóló-rappferlinum. Á meðan var ég að vinna hjá afa mínum, besta parketslípara landsins, við að slípa parket þangað til ég ákvað að elta það sem mig langaði virkilega til að gera. Ég byrjaði að skjóta heimildarmynd um undirheimana á Íslandi upp á eigin spýtur en það verkefni fór á hold þegar ég byrjaði í Áttunni árið 2016.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Ævintýri Áttunnar Aron Ingi var einn af eigendum Áttunnar á árunum 2016-2018 og segir hann það hafa verið ákveðið hark í byrjun. „Þegar ég byrjaði að vinna hjá Áttunni þá var ég vinnandi stanslaust frítt til að byrja með enda gekk illa að selja fyrirtækjum auglýsingar í gegnum samfélagsmiðla. Markaðsstjórar voru flestir ekki alveg á því concepti en Nýherji og fleiri fyrirtæki tóku slaginn með okkur. Síðan stækkaði fyrirtækið ört og fengum í kringum átta milljón áhorf árið 2017 á Facebook myndböndin okkar. Við fórum síðan að gera tónlist og til þess að markaðssetja lögin gerðum við þriggja þátta vef seríu með tónlistarmyndband sem fjórða þátt. Það gekk vonum framar og við gerðum tónlistarmyndbönd sem hétu Nei Nei, Ekki Seena og Áhrifin.“ Eftir vinnu sína hjá Áttunni fór Aron í auglýsingabransann og starfaði fyrir fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Ásamt því hélt hann uppi viðtals hlaðvarpi sem entist stutt þar sem annað tók við. Áttan kom fram víðs vegar um landið og átti nokkra smelli.Aðsend Draumastaðsetning „Ég flutti með yndislegu konunni minni Birtu Ósk og litla stráknum okkar Mikael Inga sem var þá eins árs gamall til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð í New York Film Academy. Ég kláraði Associates gráðuna og endaði skólann með útskriftarmynd sem fór á kvikmyndahátíðir. Í dag er ég svo að vinna sem kvikmyndagerðarmaður í alls konar verkefnum, bæði íslenskum og erlendum, ásamt því að skrifa handrit og leikstýra.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Aðspurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að flytja vestur um haf segir Aron að það hafi líklega komið frá ást sinni á bíómyndum. „Alveg frá því ég var lítill hefur mig alltaf langað að verða leikstjóri og búa í Bandaríkjunum, sem er alveg pínu fyndið. Ég horfði á alltof mikið af bíómyndum og þáttum þegar ég var að alast upp, enda foreldrar mínir mikið bíófólk. Mamma mín var rosalega dugleg að sýna mér bíómyndir sem hún elskaði og það var alltaf þannig þegar ég var lítill. Ef maður var kannski eitthvað niður fyrir þá var það bara bíómynd og kósý.“ Hann segir Los Angeles hafa verið algjöra draumastaðsetningu á sínum tíma. „Síðan var það alltaf rosaleg ranghugmynd hjá mér að það væri betra að vinna í kvikmyndagerð þar, en ég vissi náttúrulega ekkert um bransann. Þegar ég var búinn með skólann og hafði verið að vera vinna úti í hálft ár ætlaði ég að koma heim í þriggja mánaða frí.“ Aðsend Íslenski kvikmyndabransinn heillaði Eftir að heim var komið tók Aron kaffibolla með Einari, félaga sínum sem starfar í kvikmyndabransanum hérlendis. „Hann bauð mér strax í kvikmyndaverkefni með sér, ég sló til og hef ekki stoppað síðan. Þá komst ég að því hversu frábær íslenski kvikmyndabransinn er og fólkið náttúrulega æðislegt. Enda er Hollywood alltaf hérna heima og sífellt að reyna stela öllu hæfileikaríka fólkinu okkar.“ Námið var virkilega lærdómsríkt að sögn Arons og hefur nýst honum vel. „Námið var algjör draumur, hausinn minn var að springa á hverjum degi með nýjum lærdómi og í fyrsta skipti á ævinni heyrði ég hvert orð sem að kennararnir sögðu. Ég fór strax að bera enn meiri virðingu fyrir listinni og dugnaðinum í kvikmyndagerðarfólki. Í fyrsta leikstjóratímanum mínum fór kennarinn yfir senu eftir Steven Spielberg og hann nefndi 100 atriði sem að leikstjórinn og crewið var búið að hugsa út í, allt frá trjánum yfir í liti á fötunum. Það var mjög yfirþyrmandi en ég varð alltaf meira og meira ástfanginn. Það var magnað að fá að læra af svona hæfileikaríku fólki sem var búið að ná langt í bransanum þarna úti.“ Aðsend Stuðningsrík fjölskylda Aron er þakklátur fyrir reynsluna sem lífið úti færði honum en þótti þó gott að koma heim. „Að búa í Los Angeles var mjög skemmtileg lífsreynsla og mikið ævintýri. Ekkert sem fólk hefur ekki heyrt áður, sól, tækifæri, Disneyland og allt það. Þetta var líka oft erfitt, að aðlagast nýju umhverfi, krefjandi skólanám og fjölskyldan manns langt í burtu. Ég hefði ekki getað þetta án konunnar minnar og litla stráksins míns.“ Aron ásamt eiginkonu sinni, Birtu, og syni þeirra Mikael Inga.Aðsend Fjölskyldan styður þétt við bakið á Aroni. „Ég hef verið alveg ótrúlega lánsamur og finnst ég oft ekki eiga það skilið. Giftist konunni minni, eignaðist barn og er með annan gullmola á leiðinni. Síðan var það auðvitað alltaf markmiðið að byrja að leikstýra, skrifa og vinna að þessum bíómyndum sem ég hafði horft á frá því ég var barn.“ Unglingasería Þessa dagana er Aron Ingi að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi. „Þetta er unglingasería í anda Euphoria, Skam og með pínu Atlanta keim. Serían fjallar í raun um það að vera byrja í menntaskóla og öllu sem tengist því partý, ástir, drama, missa mey/sveindóminn og að byrja fikta við hina ýmsu ósiði. Síðan fannst mér líka áhugavert að taka fyrir ný mál eins og samfélagsmiðla, netníð og annað sem er að hafa mikil áhrif á ungt fólk í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Serían segir sögu sextán ára krakka í vinahópi sem er að byrja í menntaskóla þar sem rapp er aðalmálið og rauður þráður í þáttunum. „Allir annað hvort hlusta á rapp, eru rapparar eða langar að byrja með rappara. Í þessum heimi þráir aðalpersónan ekkert meira en að verða frægur rappari en gengur rosalega erfiðlega hjá honum þrátt fyrir mikinn metnað og dugnað. Þau eru algjörir underdogs sem dreyma um að semja vinsælasta lag landsins, síðan er bara spurning hvort þeim tekst það. Rapp senan er náttúrulega gríðarlega stór á Íslandi og hefur verið það lengi. Mér fannst klárlega þörf á bæði unglinga og rapp seríu á Íslandi. Ég hef verið duglegur að spjalla við íslenska rappara um þeirra sögur og upplifanir og ég mun halda áfram að gera það í ferlinu. Hver veit nema einhver af þeim komi eitthvað fyrir í seríunni?“ Byggð á eigin lífi Þáttaserían byggir á persónulegu lífi Arons. „Hún er í raun upprunalega byggð á mér og tveimur bestu vinum mínum sem ég kynntist mjög ungur. Annar þeirra var að fikta við eiturlyf og tók eina vitlausa töflu með þeim afleiðingum að hann fór í geðrof og jafnaði sig aldrei eftir það. Hann tók síðan sitt eigið líf ekki löngu seinna. Hann var ein flottasta og hæfileikaríkasta manneskja sem ég hef kynnst og hafði það gríðarleg áhrif á mig þegar hann fór. Ég hugsa um hann og tala við hann nánast á hverjum degi. Mig hefur langað til að heiðra hann á einhvern hátt síðan hann fór.“ Aron segir einnig mikilvægt að þetta geti verið forvörn fyrir aðra. „Mig langar að geta varað fólk við að ef að þetta kom fyrir hann þá getur þetta komið fyrir hvern sem er. Hinn vinur minn, Kristmundur Axel, hefur verið að gera tónlist með mér síðan ég var þrettán ára. Hans saga er áhrifamikil og einstök, eitt af því sem ekki einkenndi hans æsku var að hann þurfti að alast upp með bæði pabba og bróður sem sátu inni fyrir morð. Kristmundur vann söngvakeppni framhaldsskólanna með lagi um pabba sinn og verður þjóðþekktur í kjölfarið. Hann er ein besta sál sem ég þekki og eigum við endalaust af bæði skemmtilegum og slæmum minningum saman sem ég hef í handritsbankanum.“ Aron og Kristmundur að rappa á sínum yngri árum.Aðsend Alkóhólismi og fíkn alltaf verið nálægt „Innblásturinn til að byrja skrifa var í raun algjört nostalgíu kast því mér fannst þetta svo skemmtilegir tímar og minningar og taldi ég þetta góða leið til þess að upplifa vott af því aftur í gegnum handritið. Síðan hefur alkóhólismi og fíkn alltaf verið mér mjög nálægt og er sjálfur AA maður. Mig langar að sýna fíkn hjá ungu fólki í réttri mynd og fannst mér áhugavert að sýna hvernig umhverfið, uppeldi og fjölskylda hefur áhrif á hvert fiktið fer með mann,“ segir Aron og bætir við: „Auðvitað er þetta ekki beint ævisaga okkar strákanna heldur var það drifkrafturinn, síðan þarf maður að fylgja ýmsum formum og reglum í handritsgerð. Við tókum viðtal við marga unglinga, fjölskyldu og vini til þess að sækjast eftir reynslusögum. Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað til að fólk muni tengja við söguna.“ Draumur sem rættist Sigurjón Sighvatsson hringdi í Aron í fyrra og sagðist vilja vera yfirframleiðandi af seríunni. Aron segir að með því hafi stór draumur ræst. „Það var náttúrulega eitt það súrealískasta sem ég hef upplifað og það var ekki hægt að neita því. Sigurjón hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska kvikmyndagerð og framleiddi til dæmis 90210 sem eru með þekktustu unglingaseríum allra tíma. Hann var líka strax með gríðarlega flottar pælingar og hugmyndir sem mér leist vel á.“ Aron segist líta mikið upp til Sigurjóns og hafði það alltaf að markmiði í náminu að vinna með Sigurjóni einn daginn. „Ég verð að viðurkenna ég taldi það mjög ólíkegt en ég vil trúa að ég hafi náð að secreta þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Ingi (@aroningi8) Frumraun í leikstjórn Aðspurður um hvenær megi eiga von á að sjá seríuna segir Aron ómögulegt að segja til um hvenær. „Við erum á fullu að skrifa seríuna og ætlum að taka okkar tíma í það. Ásgeir Sigurðsson kom inn í byrjun árs og er að skrifa seríunna með mér. Hann gerði nýlega bíómyndina Harmur sem hefur gengið vel og var tilnefnd til tveggja Eddu verðlauna. Ragnheiður Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ZikZak er búinn að vera frábær og hefur verið gott að fá hennar input í skrifin enda mjög fróð um handritsgerð. Þetta verður síðan frumraun mín sem leikstjóri. Þetta verkefni skiptir mig gríðarlega miklu máli, ég er að leggja mig allan í þetta og það er mér mjög mikilvægt að fara vel með þessa sögu þar sem hún er mér persónuleg á margan hátt,“ segir Aron að lokum.
Bíó og sjónvarp Tónlist Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira