Tilkynnt var um skotárásina laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi og vettvangurinn var girtur af í kjölfarið. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá.
Annar á tvítugsaldri var skotinn í Farsta strand, úthverfi Stokkhólms, klukkan ellefu í gærkvöldi og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Átján ára karlmaður var handtekinn grunaður um verknaðinn en var sleppt úr haldi skömmu síðar.
Ekki er ljóst hvort tengsl séu milli skotárásanna en aðeins tvær vikur eru síðan ungur maður var skotinn til bana í Farsta strand.