Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2022 14:31 Artur Borzecki/Getty Images Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira