Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les.
Erla Björg Gunnarsdóttir les.

Í kvöldfréttum heyrum við í móður fjögurra ára heyrnarlaus drengs sem hefur kært leikskóla hans vegna þess að hún telur drenginn ekki fá þá þjónustu sem honum beri samkvæmt lögum. Oft komi fyrir að enginn sem skilji táknmál sé á vakt og drengurinn því einangraður í skólanum.

Gríðarleg rigning hefur verið um allt Suðurland frá því í gærkvöldi og í dag og leitt til vatnavaxta í ám. Vegagerðin óttast að brú á þjóðvegi eitt á Sólheimasandi standist ekki álagið. Þá fór tjaldstæðið á Selfossi bókstaflega á flot síðast liðna nótt sem gestir tóku þó með jafnaðargeði.

Forseti Úkraínu fullyrðir að Rússar hafi misst um fjörutíu þúsund hermenn í innrásinni í landið en þeim staðreyndum væri kirfilega haldið frá rússneskum almenningi. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist frá helstu hafnarborgum Úkraínu við Svartahaf á næstu dögum.

Átakshópur Landsspítalans telur sig hafa náð miklum árangri í að fækka komum á bráðadeild spítalans og boðar miklar breytingar á bráðaþjónustu í landinu.

Og í kvöldfréttum kíkjum í sumarleikhús í Dýrafirði þar sem leikarinn og leikstjórinn Elvar Logi Hannesson hefur troðið upp með einleik í allt sumar.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×