Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith.
Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will.
Last night was by far the best moment of my career I can t even explain it I can t find the words Just know that last night was the true definition of a EPIC NIGHT I love my brothers more than words can explain. We made history last night!!!#RockHartChappelle pic.twitter.com/x1XtRXZQCO
— Kevin Hart (@KevinHart4real) July 24, 2022
Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu.
Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart.