Synjað um líknardauða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2022 14:32 Eugen Sabau á meðan hann starfaði enn hjá Securitas. Guardia Civil Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona. Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona.
Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira