Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 07:30 Sigur Breiðabliks gegn svartfellska liðinu Buducnost í gærkvöld var dýrmætur. Vísir/Hulda Margrét Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Í ár eru aðeins þrjú íslensk lið með í Evrópukeppnum karla í stað fjögurra áður. Það er vegna afar slæms gengis íslensku liðanna í þeim keppnum á allra síðustu árum en gengi fimm tímabila ræður stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA. Með árangri íslensku liðanna í ár er hins vegar útlitið orðið mun bjartara varðandi það að þau nái að bæta aftur við sig fjórða Evrópusætinu, sem þá yrði keppt um í Bestu deildinni á næstu leiktíð þannig að fjögur íslensk lið ættu tækifæri á Evrópuævintýri sumarið 2024. Notandinn UEFACalculator á Twitter reiknar út stöðu þjóða á styrkleikalista UEFA eftir hverja umferð í Evrópukeppnunum þremur. Ísland hefur á þeim lista farið úr „ruslflokki“ og upp um fimm sæti, í 47. sæti, og nú þegar safnað 2,5 stigum á þessari leiktíð samanborið við 1,5 í fyrra og aðeins 0,625 stig bæði tímabilin tvö þar á undan. Staðan núna á styrkleikalista UEFA. Ísland er í 47. sæti en var í 52. sæti í byrjun sumars.Twitter/@UEFACalculator Hver sigur liðs skilar þjóðum 1 stigi, deilt með fjölda liða sem þau eiga í Evrópukeppnum. Í tilviki Íslands skilar því sigur Breiðabliks gegn Buducnost í gær og sigur Víkings gegn The New Saints 0,33 stigum hvor. Áður höfðu Víkingar safnað stigum með því að vinna andstæðinga sína tvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og með því að gera jafntefli við Malmö í seinni leik liðanna. KR sótti einnig stig með því að vinna Pogon í seinni leik liðanna, þó að það hafi ekki dugað til að komast áfram í keppninni, og Breiðablik gerði vel í að vinna báða leiki sína gegn UE Santa Coloma. Erfið einvígi bíða komist íslensku liðin áfram Í næstu viku ræðst hvort Víkingur og Breiðablik haldi áfram keppni í Sambandsdeildinni, og komist þar með áfram í 3. umferð undankeppninnar. Það yrði afar dýrmætt vegna keppni Íslands við Wales og Svartfjallaland um stöðu á styrkleikalistanum. Komist Breiðablik áfram mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Istanbul Basaksehir og Maccabi Netanya í næstu umferð. Víkinga bíður hins vegar sennilega einvígi við Lech Poznan frá Póllandi, komist þeir áfram, því Lech Poznan vann georgíska liðið Dinamo Batumi 5-0 í fyrri leik liðanna.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku. 21. júlí 2022 22:00
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki