Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 12:03 Viaplay náði tímabundnu samkomulagi við danska kvikmyndaframleiðendur og Create Denmark sem þýðir að framleiðsla á þeim verkefnum sem fóru í stopp í júní mun hefjast að nýju. Getty/Jakub Porzycki Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni. Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni.
Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira