Samkvæmt frétt Guardian um málið datt Twitter út klukkan 11:55 að íslenskum tíma og var niðri í um það bil hálftíma. Samfélagsmiðillinn bilaði á heimsvísu, í það minnsta á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og víða um Evrópu, þar á meðal á Íslandi.
Bilunin var ein sú lengsta sem Twitter hefur glímt við í mörg ár, eða síðan 2016 þegar samfélagsmiðillinn var ónothæfur í tvo og hálfan klukkutíma. Forsvarsaðilar miðilsins hafa ekki tjáð sig um málið en samkvæmt færslu frá Twitter-aðgangi notendaþjónustu Twitter segir að verið sé að vinna að því að koma miðlinum aftur í gang.
Some of you are having issues accessing Twitter and we re working to get it back up and running for everyone. Thanks for sticking with us.
— Twitter Support (@TwitterSupport) July 14, 2022