Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 10:50 Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku þegar verkefnastaða leyfir. Samsett/Aðsent/Vilhelm Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul. Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul.
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03