Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 10:50 Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku þegar verkefnastaða leyfir. Samsett/Aðsent/Vilhelm Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul. Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul.
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03