Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. „Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
„Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira