Að ættleiða sitt eigið barn Siv Friðleifsdóttir skrifar 12. júlí 2022 08:00 Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Fjölskyldumál Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun