Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að um hafi verið að ræða unga heimamenn.
Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu en málið er í rannsókn.