Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 20:01 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. vísir Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“ Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“
Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira