Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2022 11:31 Kristinn Jakobsson var um árabil einn fremsti dómaril Íslands. Vísir/Sigurjón Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Kristinn dæmdi í efstu deildum Íslands í mörg ár, ásamt því að vera mikils metinn á alþjóðlegum vettvangi. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk er farið að vita fékk Kristall Máni seinna gula spjaldið fyrir að sussa á stuðningsfólk Malmö eftir að hann jafnaði metin í 1-1. „Með þessum hætti sem hann gerir þetta, að ögra áhorfendum Malmö, þá er það gert með óíþróttamannslegum hætti og það ber að refsa fyrir það með gulu spjaldi,“ sagði Kristinn í samtali við Stöð 2 í gær. „Svona lagað getur skapað ýmsar hættur. Hann fer mjög nálægt áhorfendum og á þá í hættu að fá eitthvað í sig frá þeim. Og eins er hann líka að búa til einhvern múgæsing í stúkunni og það getur skapað einhverjar hættur fyrir áhorfendur líka.“ Margir eru á þeirri skoðun að fyrst að Kristall hafði þá þegar fengið að líta gula spjaldið þá hefði dómarinn getað sleppt því seinna og leyft honum að sleppa með tiltal. Kristinn segir hins vegar að það hafi ekki verið í boði. „Það hefði verið jafn mikill mínus fyrir dómarann. Þetta er bara svo skýrt í knattspyrnulögunum og áherslum dómaranefndar að þegar er verið að ögra andstæðingnum með þessum hætti og sýna þessa háttsemi þá er skýrt í lögum og áherslum að það eigi að áminna leikmanninn. Þá telur ekkert hvað hefur gerst á undan.“ Klippa: Kristinn Jakobsson um rauða spjaldið á Kristal Mána
Fótbolti Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32 Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31 Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópudraumnum á lífi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik. 6. júlí 2022 11:32
Segir að Kristall kunni ekki reglurnar Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar. 6. júlí 2022 07:31
Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 5. júlí 2022 18:51