Bætum verklag eftir náttúruhamfarir Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 4. júlí 2022 15:01 Í byrjun árs mælti ég fyrir til þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Málið var ekki afgreitt á Alþingi en hlaut umfjöllun í þingsal og í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Alþingi bárust umsagnir um málið og er skemmst frá því að segja að allir umsagnaraðilar töldu brýnt að ráðast í heildar úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna. Í umsögnunum er sett fram mikið af upplýsingum sem geta gagnast við slíka úttekt. Ég mun því áfram leita leiða til að koma verkefninu í gang. Lærum af reynslunni Á Íslandi höfum við alla tíð þurft að glíma við náttúruöflin og sambúðin með þeim hefur reynst landsmönnum áskorun. Náttúruhamfarir valda hér ítrekað umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni. Þar nægir að nefna óveðrið í desember 2019 sem kom verst niður á Norður- og Norðvesturlandi en hafði áhrif víða um land, snjóflóð á Flateyri, flóð í Þingeyjarsveit haustið 2021 og aurflóð á Seyðisfirði í desember 2020. Árið 2020 voru tilkynnt tjón vegna 14 atburða en 11 á árinu 2021 samkvæmt ársskýrslum Náttúruhamfaratryggingar Íslands en slíkir atburðir hafa að meðaltali verið um 7 á ári frá árinu 1987. Tjón af völdum náttúruhamfara getur reynst hvort sem er einstaklingum eða rekstraraðilum ofviða og ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara er því gríðarlega mikilvæg auk skilvirkrar og sanngjarnrar úrvinnsla strax í kjölfar hamfaranna. Farið hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að koma á samtryggingu og verjast náttúruhamförum hér á landi. Má þar nefna ýmis konar vöktun náttúruvár og viðfangsefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð, þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða, ásamt lögboðnum og valfrjálsum tryggingum. Mikil reynsla hefur safnast upp á undanförnum árum sem mikilvægt er að læra af og nýta til að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði komu fram ýmsar nýjar áskoranir , ásamt öðrum sem voru þekktar. Þar má nefna ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum, þ.e. húsnæði sem er á hættusvæði og verður að hætta notkun á. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnufyrirtækja og atvinnuhúsnæðis. Áfram veginn Stöðugt er unnið að umbótum hjá aðilum sem sinna viðbrögðum vegna náttúruvár, en nú er tímabært að skoða heildarmyndina, gera úttekt á viðbrögðum og mögulegum götum í kerfinu. Markmiðið er að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í úrvinnslu tjóna ásamt leiðum til að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til þeirra sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Það er mikilvægt að fækka gráu svæðunum eins og mögulegt er, þó að ófyrirsjáanleiki náttúrunnar komi nú sennilega í veg fyrir að það takist 100%. Aðgerðir til úrbóta gætu t.d. falist í breytingu á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum, betri miðlun upplýsinga, fræðslu og kynningarverkefnum. Við þurfum alltaf að nýta uppsafnaða þekkingu og reynslu til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs mælti ég fyrir til þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Málið var ekki afgreitt á Alþingi en hlaut umfjöllun í þingsal og í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Alþingi bárust umsagnir um málið og er skemmst frá því að segja að allir umsagnaraðilar töldu brýnt að ráðast í heildar úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna. Í umsögnunum er sett fram mikið af upplýsingum sem geta gagnast við slíka úttekt. Ég mun því áfram leita leiða til að koma verkefninu í gang. Lærum af reynslunni Á Íslandi höfum við alla tíð þurft að glíma við náttúruöflin og sambúðin með þeim hefur reynst landsmönnum áskorun. Náttúruhamfarir valda hér ítrekað umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni. Þar nægir að nefna óveðrið í desember 2019 sem kom verst niður á Norður- og Norðvesturlandi en hafði áhrif víða um land, snjóflóð á Flateyri, flóð í Þingeyjarsveit haustið 2021 og aurflóð á Seyðisfirði í desember 2020. Árið 2020 voru tilkynnt tjón vegna 14 atburða en 11 á árinu 2021 samkvæmt ársskýrslum Náttúruhamfaratryggingar Íslands en slíkir atburðir hafa að meðaltali verið um 7 á ári frá árinu 1987. Tjón af völdum náttúruhamfara getur reynst hvort sem er einstaklingum eða rekstraraðilum ofviða og ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara er því gríðarlega mikilvæg auk skilvirkrar og sanngjarnrar úrvinnsla strax í kjölfar hamfaranna. Farið hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að koma á samtryggingu og verjast náttúruhamförum hér á landi. Má þar nefna ýmis konar vöktun náttúruvár og viðfangsefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð, þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða, ásamt lögboðnum og valfrjálsum tryggingum. Mikil reynsla hefur safnast upp á undanförnum árum sem mikilvægt er að læra af og nýta til að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði komu fram ýmsar nýjar áskoranir , ásamt öðrum sem voru þekktar. Þar má nefna ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum, þ.e. húsnæði sem er á hættusvæði og verður að hætta notkun á. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnufyrirtækja og atvinnuhúsnæðis. Áfram veginn Stöðugt er unnið að umbótum hjá aðilum sem sinna viðbrögðum vegna náttúruvár, en nú er tímabært að skoða heildarmyndina, gera úttekt á viðbrögðum og mögulegum götum í kerfinu. Markmiðið er að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í úrvinnslu tjóna ásamt leiðum til að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til þeirra sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Það er mikilvægt að fækka gráu svæðunum eins og mögulegt er, þó að ófyrirsjáanleiki náttúrunnar komi nú sennilega í veg fyrir að það takist 100%. Aðgerðir til úrbóta gætu t.d. falist í breytingu á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum, betri miðlun upplýsinga, fræðslu og kynningarverkefnum. Við þurfum alltaf að nýta uppsafnaða þekkingu og reynslu til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun