Biður minkabændur innilegrar afsökunar eftir svarta skýrslu nefndar Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á fréttamannafundi í morgun að ákvörðunin um að lóga öllum minkum í landinu í nóvember 2020 hafi verið nauðsynleg til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndin er úr safni. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið minkabændur í landinu afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum landsins í kórónuveirufaraldrinum hafi valdið þeim. Hún segir ákvörðunina um að fella stofninn þó hafa verið nauðsynlega. Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47
Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46