Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:57 Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Aðsend Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“ Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“
Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira