Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 17:42 Björgunarskipið Sjöfn dregur skemmtibátinn að landi. Landsbjörg Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim. Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim.
Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent