Til hamingju með kosningaréttinn – sorrí þið hin Gunnar Smári Egilsson skrifar 24. júní 2022 07:31 Í dag eru liðin 88 ár síðan afnumdar voru takmarkanir á kosningarétti vegna fátæktar. Það gerðist með þingkosningunum 24. júní 1934. Á sama tíma var kosningaaldur lækkaður úr 25 árum í 21 ár. Eftir kosningarnar var stjórn hinna vinnandi stétta mynduð, samsteypustjórn flokka sem áttu rætur í meginhreyfingum almennings; samvinnu- og verkalýðshreyfingunni. Þessi tímamót eru stærsti áfanginn í innleiðingu almenns kosningaréttar, fyrir utan kosningarétt kvenna til jafns við karla frá 1915. Fátækt fólk verður borgarar Fram að 1934 hafði fólk sem þáði sveitarstyrk ekki kosningarétt. Þarna voru enn tvö ár þar til almannatryggingar voru teknar upp, en í anda fyrri laga hefði fólk líklega misst kosningaréttinn við að þiggja eftirlaun eða örorkulífeyri frá Tryggingarstofnun. Að baki eldri laga lá sú hugsun að aðeins þau sem greiddu til opinberra sjóða mættu kjósa, ekki þau sem fengju greitt úr þessum sjóðum. Það er því vert að fagna í dag, ekki síður en 19. júní þegar við fögnum kosningarétti kvenna. Þetta eru saman tveir áfangar í baráttu almennings fyrir völdum í samfélaginu og innan lýðræðisvettvangsins; baráttu um að sækja vald til efnaðra karla, feðraveldis borgarastéttarinnar, og dreifa því jafnar meðal fólks. Almennur kosningaréttur hafði mikil áhrif þótt hann hafi ekki vegið upp valdaójafnvægið í samfélaginu, sem byggir á ógnarvaldi auðvaldsins. En almennur kosningaréttur var ein af meginforsendum umbreytingar ríkisvaldsins á síðustu öld. Og um leið og við fögnuð áfangasigri í dag eins og við gerðum einnig fyrir sex dögum, ættum við að velta fyrir okkur hvort ekki væri komin tími til að stíga næstu skref. Áhrif almenns kosningaréttar á samfélögin Útvíkkun kosningaréttar hafði mikil áhrfi á síðustu öld. Í stað þess að stjórnmálin og þar með ríkisvaldið þjónaði aðeins efnuðum körlum neyddi almennur kosningaréttur stjórnmálin til að snúa sér að konum, efnaminna fólki og yngra. Og þetta breytti samfélögunum. Þetta dugði ekki til að gera þau að jafnaðarsamfélögum, en þau urðu jafnari. Málefni kvenna og efnaminna fólks og yngra komust hægt og bítandi inn á vettvang stjórnmálanna. Og ríkisvaldið sem áður snérist aðeins um að gæta hagsmuna efnameiri eldri karla breytti um eðli að nokkru leyti. Næturvarðarríkið, sem aðeins sitt landvörnum og löggæslu innanlands, þ.e. gætti hagsmuna eignafólks, tók að þjóna öðrum hagsmunum. Ríkið hélt vissulega áfram að vernda fyrst og fremst ríka karla en með tímanum tókst að sveigja áherslurnar. Sú breyting færði okkur öll þau grunnkerfi sem eru undirstaða skaplegs samfélags. Útvíkkun kosningaréttar gerðist í nokkrum þrepum. Fyrst fengu eldri konur kosningarétt til jafns við eldri karla og á sama tíma var dregið úr kröfum um eignir, enda skattheimta að færast frá eignum yfir á tekjur. Þar næst var hætt að svipta fólk kosningarétti sem þáði fjárhagsaðstoð og síðan var kosningaaldur lækkaður í nokkrum þrepum. Útvíkkun kosningaréttar gerðist í fimm áföngum: 1915, 1920, 1934, 1968 og 1983. Síðasti áfanginn var lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Áhrif útvíkkunar kosningaréttar minnkar Síðan 1983 hefur engin framþróun kosningaréttar orðið. Og lítil umræða farið fram um slíkt nema hvað lögð hafa verið fram frumvörp um lækkun kosningaréttar í 16 ár, fyrst 2007 og síðast 2018. Þá var meirihluti á þingi fyrir lækkun kosningaaldurs en málþóf þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins kom í veg fyrir afgreiðslu þess. Allt eru þetta flokkar sem njóta hlutfallslega minna fylgis hjá yngra fólki en eldra. En lækkun kosningaaldurs í 16 ár væri mjög veikt skref miðað við þann vanda sem steðjar að lýðræðinu. Áhrif almenns kosningarréttar á stjórnmálin hafa þynnst út. Valdastéttinni tókst með tímanum að læra á stjórnmál sem byggðu á almennum kosningarétti. Áhrif hinna efnaminni á stjórnmálin náðu hámarki á eftirstríðsárunum en síðustu fjóra áratugina hefur mjög dregið úr þeim. Það er vaxandi upplifun hinna efnaminni, yngra fólks, innflytjenda og annar veikstæðra hópa að lýðræðið sé ekki að virka. Það sést á minnkandi kjörsókn, ekki bara hér heldur alls staðar í okkar heimshluta, og minnkandi trausti almennings á lýðræðið, stofnanir þess og stjórnmálafólk. Útvíkkun kosningaréttar mun auðvitað ekki ein lækna lýðræðið, en áhrif slíkra aðgerða á síðustu öld sýna að þetta er áhrifamikil aðgerð. Það er því kominn tími til að ræða umtalsverða útvíkkun kosningaréttar. Nema fólki sé orðið sama um lýðræðið. Í dag eru það tveir hópar sem hafa ekki kosningarétt. Fólk 17 ára og yngra og innflytjendur. Erlendir ríkisborgarar eru tæplega 14% landsmanna og fólk undir átján ára aldri er auk þess rúmlega 20,5% landsmanna. Samtals er því rúmlega 1/3 landsmanna, um 34,5%, ekki með kosningarétt. Byrjum að skoða stöðu innflytjenda. INNFLYTJENDUR Ef við leggjum mælikvarða núgildandi kosningalaga á kosningar frá 1874, en horfum fram hjá ríkisborgararétti, þá höfðu 14% landsmanna 18 ára og eldri kosningarétt 1874. Í fyrstu kosningunum eftir útvíkkun kosningaréttar 1915 var þetta hlutfall komið upp í 52% og þegar kosningaaldur var lækkaður og hætt að svipta fátækasta fólkið kosningarrétti 1934 fór hlutfallið í 91%. Og þegar kosningaaldurinn var lækkaður í 18 ár 1983 fór hlutfallið yfir 100%. Ástæðan var að landsmenn eru þau sem búa hér á landi en kosningaréttur er tengdur ríkisborgararétti. Íslenskir ríkisborgarar erlendis voru fleiri en erlendis ríkisborgarar hérlendis. Í kosningunum síðasta haust var þetta hlutfall hins vegar komið niður fyrir 89%. Og hefur ekki verið lægra síðan fyrir 1934. Hlutfallslega hafa ekki færri landsmenn haft kosningarétt en síðan við upphaf kreppunnar miklu. 1934 áttaði fólk sig á að takmörkun kosningaréttar skekkir lýðræðið og þar með ríkisvaldið til framtíðar. Með því að takmarka kosningarétt fátæks fólks og yngra, eins og gert var fyrir 1934, er lokað fyrir möguleika þessara hópa til að hafa áhrif á samfélagið sem þeir lifa innan. Þess vegna var þessu breytt. Í dag á þetta við um innflytjendur. Með því að meina þeim hópi að kjósa snúa stjórnmálin sér ekki að hópnum og sinna þar með ekki hagsmunum hans. Skekkjan kemur fram gagnvart stöðu innflytjenda. Þeir borga skatta en fá ekki að kjósa. Þeir borga félagsgjöldin en hafa ekki atkvæðarétt í félaginu. Og ríkisvaldið veitir innflytjendum ekki þjónustu í takt við það sem þeir borga til samfélagsins. Mætir heilbrigðis- og menntakerfið innflytjendum í takt við það sem þeir leggja til þessara kerfa? Hvað með réttargæslu- og dómskerfið? Og Innflytjendur borga útvarpsgjald til Ríkisútvarpsins; sést það á dagskránni? Svo dæmi séu tekin. Ég held að við sjáum öll í hendi okkar að þjónusta hins opinbera er ekki nema að litlu leyti aðlöguð að þörfum innflytjenda. Og alls ekki í takt við það sem þeir greiða inn í kerfin. Helmingur láglaunafólks án kosningaréttar En skekkjan vegna þess að innflytjendum er bannað að kjósa til þings kemur fram víðar. Innflytjendur eru hlutfallslega fleiri meðal láglaunafólks á vinnumarkaði en í samfélaginu almennt. Um helmingur félaga í Eflingu er t.d. innflytjendur og aðeins lítill hluti hópsins er með ríkisborgararétt og þar með kosningarétt til þings. Sama má segja um leigumarkaðinn þar sem innflytjendur eru hlutfallslega margir. Þetta veldur því að láglaunafólk er með veikari kosningarétt en fólk með hærri tekjur. Og af þeim sökum snúa stjórnmálin síður að láglaunafólki en að fólki með miðlungstekjur og hærri. Það sama á við um leigjendur. Þeir hafa hlutfallslega veikari kosningarétt en húseigendur. Það liggur í takmörkun kosningaréttarins að hvati stjórnmálafólks til að horfa til láglaunafólks og leigjenda er minni en að höfða til þeirra sem hafa hærri tekjur og eiga meira. Við getum ímyndað okkur hver viðbrögðin yrðu ef við ferðuðumst aftur á bak í tímann, til dæmis sextíu ár, til 1962, og tilkynntum á sameiginlegum fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Sóknar að eftir sextíu ár myndi aðeins helmingur af félögum þessara félaga hafa kosningarétt. Fyrir sextíu árum var verkafólk vel meðvitað um afl sitt og áhrif á stjórnmálin. Það hefði því átt bágt með að trúa að við ættum eftir að missa lýðræðið svo niður að lýðræðislegt afl hinna lægstlaunuðu myndi helmingast. Veik kosningaþátttaka innflytjenda Innflytjendur, sem hafa búið hér í þrjú ár samfellt, hafa kosningarrétt til sveitastjórna. Áður var miðað við fimm ár hjá fólki utan Norðurlanda. Upplýsingar um kosningaþátttöku í síðasta mánuði liggja ekki fyrir, en i kosningunum 2018 var kosningaþátttaka erlendra ríkisborgara 18%. Hún hafði lækkað síðan 2014, þegar hún var 21%. Og enn frekar frá 2006 þegar kosningaþátttakan erlendra ríkisborgara var 40%. Kosningaþátttakan er því lítil og hefur dregist saman. Hvað veldur? Þegar konur kusu í fyrsta sinn 1916 var kosningaþátttaka þeirra 30% á meðan kosningaþátttaka karla var 69%. 62 árum síðar var kosningaþátttaka kvenna orðin 89% en karla 91%. Þetta sýnir að það tekur tíma að byggja upp kosningaþátttöku hópa sem ekki nutu kosningaréttar áður. Ástæðan er ekki vanþekking hópsins eða getuleysi til að hugsa um mikilvæg málefni samfélagsins. Ástæðan er útilokun stjórnmálakerfisins og tregða ríkisvalds og sveitarfélaga til að breytast. Konur um miðja öld tengdu síður við ríkisvaldið en karlar og fannst ólíklegra að þær gætu breytt samfélaginu með atkvæði sínu. Þetta átti líka við um svarta í Bandaríkjunum, ungt fólk og fátækt. Það tók langan tíma að byggja upp kosningaþátttöku þessara hópa. Og það hefur líka sýnt sig að valdalitlir hópar, sem eru nánast sem annars flokks borgarar í samfélagi hinna efnameiri, nýta kosningarétt sinn síður. Þau sjá ekki tilganginn, ákvarðanir um stefnu samfélagsins eru teknar á vettvangi sem þau hafa ekki aðgengi að, af stjórnmálafólki sem ekki hlustar á þau. Það er því mikilvægt að rannsaka kosningaþátttöku innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum. Hver er ástæða þess að það dregur úr henni? Er það vegna þess að þrátt fyrir að tæp 5% kjósenda á kjörskrá 2018 hafi verið erlendir ríkisborgarar og rúm 11% 2022 þá hafi stjórnmálin í litlu mæli snúið að þessu fólki. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall erlendra ríkisborgara á kjörskrá 13% í síðasta mánuði og á Suðurnesjum 21%. Það er alvarlegt mál ef kosningaþátttaka hjá svona stórum hópum með afgerandi sérstöðu er afleit. Þá virkar lýðræðið ekki. Og enn síður virkar það í þingkosningum þar sem þetta fólk hefur engan kosningarétt. Fordæmi frá Nýja-Sjálandi Í mörgum löndum hafa innflytjendur kosningarétt en þá aðeins frá löndum með sérstök tengsl við viðkomandi lönd, fyrrum nýlendur eða herraþjóðir. Danir sem flutti til Íslands fyrir 6. mars 1946 hafa t.d. kosningarétt á Íslandi. En besta dæmið um frjálslynd kosningalög er frá Nýja Sjálandi. Þar hafa allir kosningarétt sem með varanlegt dvalarleyfi og sem hafa dvalið í landinu lengur en eitt ár. Innflytjendur eru ekki kjörgengir til þings, geta ekki orðið þingmenn, en þeir fá að kjósa. Varanlegt dvalarleyfi á Íslandi fá allir íbúar aðildarríkja EES-samnings. Aðrir þurfa yfirleitt að hafa dvalið hér lengur en fjögur ár til að fá slíkt leyfi. 83% erlendra ríkisborgara meðal landsmanna eru frá löndum EES. Það er líklegt að Nýsjálensk kosningalög myndu fjölga kjósendum um allt að 40 þúsund, jafnvel meira. Það er mun fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn fékk í þingkosningunum síðasta haust (tæp 35 þúsund) en nokkru færri en Sjálfstæðisflokkurinn fékk (tæp 49 þúsund). Mun ríkið breyta um eðli við þetta, breytast frá yfirráðasvæði þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt í erfðir eða úthlutað; yfir í félag þeirra sem búa á landinu? Kannski er kominn tími til að ræða einmitt þetta. Það reyndi ekki mikið á þjóðríkið á síðustu öld en það hefur svo sannarlega gert það á undanförnum árum. Það er að verða til sérstök stétt láglaunafólks á leigumarkaði sem nýtur takmarkaðra réttinda, talar ekki tungumálið og hefur því lakara aðgengi að stofnunum samfélagsins og hefur ekki kosningarétt. Það er spurning hvort við hin höfum rétt á að svipta þennan hóp stöðu og rétti, að við getum brotið gegn réttindum þessara einstaklinga og hagsmunum hópsins. Og það er líka spurning hvort við viljum að samfélagið okkar þróist með þessum hætti, að lægst setta fólkið í samfélaginu tilheyri því ekki nema að litlu leyti, séu annars flokks borgarar. En sú staða á sannarlega við um börnin. BÖRN Fyrst þegar annað fólk en efnamiklir karlar fengu að kjósa á Íslandi voru aldursmörkin sett við 40 ár. Með nýrri stjórnarskrá stuttu síðar var þetta fellt úr gildi og mörkin sett við 25 ár. Þessi hugmynd íslenskra karla að konur og eignalausir karlar hefðu ekki vit á samfélagsmálum á við þá sjálfa fyrr en eftir fertugt stóðst ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er nokkuð kostuleg hugmynd. Lífslíkur tíu ára á Íslandi 1915 voru um 62 ár. Hugmyndin var þá að almenningur hefði kosningarétt síðasta 1/3 hluta ævinnar. Í dag getur tíu ára vænst þess að ná rúmlega 84 ára aldri. Mörkin frá 2015 jafngilda því að í dag fengi fólk kosningarétt rúmlega 54 ára. 1934 var kosningaaldurinn lækkaður í 21 ár, í 20 ár 1968 og í 18 ár 1983. Það er algengast í ríkjum heims að miða kosningaaldur við 18 ár. Í Grikklandi og fáeinum öðrum löndum er hann 17 ár og 16 ár í nokkrum löndum, m.a. Skotlandi, Austurríki, Brasilíu og Argentínu. Þetta er ekki náttúruleg mörk heldur mannanna verk. Fólk má t.d. ekki kaupa skotvopn eða áfengi fyrr en það er orðið 20 ára en er sakhæft og það má dæma það til refsingar þegar það er orðið 15 ára. Fólk fær skattkort þegar það er 16 ára, verður sjálfstæður skattborgari. Fólk verður sjálfstæðir notendur heilbrigðisþjónustu þegar það nær 15 ára aldri. Kosningaréttur var lækkaður í 18 ár í Bandaríkjunum árið 1971. Það var afleiðing andstöðu við Víetnamstríðið, bent var á að ungmenni sem kölluð voru í herinn 18 ára og gert skylt að fórna lífi sínu fyrir ríkisvaldið, höfðu ekki kosningarétt. Það er því eðlilegt að það sé lifandi umræða um hvar mörk kosningarréttar eigi að liggja, hvenær börn og ungmenni öðlast þau réttindi. Almennur kosningaréttur á að vera almennur Ein rökin fyrir kosningarétti barna byggja á sömu forsendum og krafan um kosningarétt kvenna, fátækra eða annarra valdalausra hópa í fortíðinni. Rökin eru að við höfum í raun fallist á almennan kosningarétt allra manna sem grunnreglu, en síðan skerðum við þennan rétt gagnvart tilteknum hópum með því að skilgreina þá ekki sem menn. Einu sinni átti þetta við um konur, fátækt fólk, frumbyggja í Bandaríkjunum eða Ástralíu, svarta Bandaríkjamenn, innflytjendur, sakamenn, gyðinga í Þýskalandi nasismans o.s.frv. Í dag falla börn ekki undir skilgreininguna maður að þessu leyti. Við veitum öllum mönnum full mannréttindi. Nema börnum. Vegna þess að þau eru ekki menn. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir: Allir hafa rétt til að taka þátt í stjórn lands síns, beint eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Þarna eru engin takmörk, ákvæðið á um alla menn. Í öðru ákvæði sáttmálans er kveðið á um takmörk vegna aldurs: Fulltíða konur og karlar hafa rétt til að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu, án tillits til kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Þetta á við um fulltíða konur og karla (og líklega önnur kyn) en ekki um börn. En slíkur fyrirvari er ekki um rétt fólks til að taka þátt í stjórn lands síns, meðal annars með því að kjósa. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ekki kveðið á um kosningarétt en þar er kveðið á um rétt barna til að tjá skoðanir sínar, mynda félög og gefa skýrslu fyrir dómi. Og aðildarlöndin gangast undir að taka tillit til skoðana barna. Barnasáttmálinn viðurkennir því að börn geti og eigi að skilgreina sjálf hagsmuni sína og reynslu og að óheimilt sé að setja meiri takmarkanir á tjáningu barna en nauðsynlegt þykir almennt varðandi tjáningu annarra borgara. Við höfum því stígið eins og hálft skref. Börn eru í sömu stöðu og konur fyrir 1915, það er viðurkennt að það eigi að taka tillit til þeirra en þeim er ekki treyst til að kjósa. Börn eru menn en samt ekki alveg treystandi fyrir réttindum manna. Baráttufólk fyrir kosningarétti barna hefur bent á að óheimilt er að takmarka rétt fólksvegna aldurs, hinum megin frá. Aldrað fólk heldur sínum réttindum. Og þegar aldurstakmörk eru sett í lög er það til að vernda börn, t.d. fyrir refsingum, kynlífi, skotvopnum, áfengi, tóbaki o.s.frv. Þau rök er hins vegar ekki hægt að nota gagnvart kosningarétti. Það er ansi langsótt að ætla að halda því fram að kosningaréttur geti skaðað börn. Og þar með fellur réttlæting okkur fyrir að taka þann rétt af börnum. Minnkandi vægi barnafjölskyldna Fyrir utan almenn mannréttindarök hefur kosningaréttur barna líka verið rökstuddur með veikari röddu barnafjölskyldna innan hins pólitíska vettvangs og veikari efnahagslegri stöðu þeirra á síðustu áratugum. Árið 1960 var fólk á aldrinum 20 til 44 ára, sem við gætum kallað foreldrakynslóðina, 55% kjósenda. Nú eru kjósendur á þessum aldri 42% af þeim landsmönnum sem hafa kosningarétt. Með lengri lífaldri dregur úr vægi foreldrakynslóðarinnar meðal kjósenda. Og með færri börnum á foreldra dregur líka úr vægi barna og fyrirferð í samfélaginu. 1960 voru 37% landsmanna fimmtán ára og yngri. Þetta hlutfall er í dag 20%. Sem skýrir kannski hvers vegna nútíminn virkar stundum dapur. En börn eru einfaldlega ekki eins afgerandi hópur og áður var og foreldrakynslóðin ekki eins aflmikill málsvari. Hvort sem þetta er ein af ástæðunum eða ekki, er óumdeilt að yngra fólk í dag stendur efnahagslega veikar miðað við eldra fólk en raunin var hjá fyrri kynslóðum. Efnahagsleg staða ungs fólks, og þar með barnafjölskyldna, hefur versnað. Yngra fólk skuldar meira, það er lengur að komast inn á skipulagðan vinnumarkað og hefur því lægri laun og minni réttindi, það hefur þyngri framfærslu vegna barna og það á erfiðara með að eignast íbúð og hefur þar með hærri húsnæðiskostnað. Þetta er alþjóðleg breyting og ein af afleiðingum nýfrjálshyggjunnar. Á tímabili hennar var dregið úr tekjujöfnunartækjum skattkerfisins, en tilgangur þeirra var ekki bara að flytja byrðar frá hinum efnaminni yfir á hin efnameiri heldur á milli kynslóða, þannig að miðaldra fólk borgaði hærri nettóskatt á meðan yngra fólk naut barnabóta, vaxtabóta og annarrar tilfærslna til að létta þau ár þegar tekjur voru lágar og framfærslan þung. En nýfrjálshyggjan skaðaði líka skipulagðan vinnumarkað með innleiðingu allskyns lausamennsku og markaðsvæddi húsnæðismarkað sem stórjók húsnæðiskostnað leigjenda og fólks sem kom seint inn á eignamarkað. Eldra fólk sem fór fyrr út á vinnumarkað og húsnæðismarkað er betur varið fyrir niðurbroti nýfrjálshyggjunnar og nýtur nú lægri skattgreiðslna. Yngra fólkið situr í súpunni, hefur veika stöðu á húsnæðis- og vinnumarkaði og borgar auk þess hærri skatta og iðgjöld í lífeyrissjóði. Til að vinda ofan af þessu þarf auðvitað meira en kosningarétt barna. En ef börn sautján ára og yngri fengju kosningarétt og við leggjum atkvæði þeirra við atkvæði fólks á aldrinum 20-44 ára væri samanlagt atkvæðamagn þessa hóps 60% af öllum á kjörskrá, aðeins litlu hærra hlutfall en foreldrakynslóðin var á kjörskrám fyrir sextíu árum. Meiri væri breytingin ekki. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að umræðan um kosningarétt barna hefur verið meira áberandi í Þýskalandi og Japan en víðast hvar annars staðar. Þetta eru lönd þar sem þjóðin eldist hratt og vægi barnafjölskylda á kjörstað hefur skroppið saman. Bent hefur verið á að kosningaréttur barna myndi auka atkvæðamagn barnafjölskyldna úr 24% í 37% en ekki skerða vægi fólks 55 ára og eldri nema úr 43% í 35%. Fyrirkomulag barnakosninga Baráttu fyrir kosningarétti barna má skipta í tvennt út frá forsendum og mögulegum lausnum. Annars vegar út frá mannréttindum barnsins, að óréttlætanlegt sé að svipta barn kosningarétti vegna aldurs. Lausnin gæti falist í því að allir fengju kosningarétt við sextán ára aldur en yngra fólk gæti skráð sig á kjörskrá ef það vildi fá kosningarétt fyrr. Það væri þá sjálfdæmi hvers einstaklings hvenær hann teldi sig hafa þroska til að kjósa. Hins vegar er kosningaréttar barna krafist vegna ójafnvægis milli kynslóða og minnkandi vægi barnafjölskyldna innan lýðræðiskerfisins. Þau sem krefjast kosningaréttar barna af þeim forsendum hafa lag til að foreldrar færu með umboð barna sinna á kjörstað, atkvæði barnsins skiptist á milli foreldra þess ef þeir eru eru fleiri en einn, þar til barnið gæti sjálft greitt atkvæði. Breski stjórnmálafræðiprófessorinn David Runciman vill setja þau mörk við sex ára, telur að eftir það eigi börn að ráða við að kjósa óstudd. Aðrir hafa lagt til að foreldrar fari með umboð barna sinna þar til börnin kalli eftir að kjósa sjálf, hvort sem það er fimm ára eða fimmtán. Ef fólk vill frekar sjá fyrir sér almennar reglur gætu þær verið þessar: Foreldrar mæta á kjörstað sem umboðsmenn barna sinna fram að sex ára aldri, mega fara inn í kjörklefann með börnum sínum fram að tólf ára aldri en eftir það sjá börnin um sig sjálf. Ég get sagt ykkur að þótt ég hafi öðlast reynslu og einhverja þekkingu síðan ég var tólf ára, hef ég í dag ekki mikið meira vit en ég hafði þá. Og úr því ég vitna til sjálfs míns þá hef ég gefið dóttur minni atkvæði mitt frá þingkosningunum 2016, þegar hún var níu ára. Þetta hefur verið tilraun okkar og umræðuvettvangur um kosningarétt barna. Hún hefur síðan kosið í þrennum þingkosningum, tvennum borgarstjórnarkosningum og tvennum forsetakosningum. Hún hefur ekki alltaf valið það sama og ég hefði kosið, en hún hefur rökstutt val sitt vel og sannað fyrir mér að hún fer ekkert síður vel með sinn kosningarétt en þau sem eldri eru. Nóg til að að ég hlýði henni og kýs eins og hún leggur fyrir mig. Með því að leyfa börnum að kjósa myndu bætast við kjörskrá tæplega 76 þúsund kjósendur. Það er næstum jafn margir og kusu einhvern stjórnarandstöðuflokkinn síðast liðið haust. LÝÐRÆÐISSKEKKJAN Almennur kosningaréttur réttir ekki af lýðræðisskekkjuna sem er í samfélaginu. Það sýndi sig á síðustu öld og enn frekar á okkar ungu öld, að þrátt fyrir almennan kosningarétt þá upplifa stórir hópar fólks sig valdalítið, að stjórnmálastéttin hlusti kannski á fólk fyrir kosningar og ávarpi það, en snúi sér síðan strax eftir kosningar að því að stjórna landinu með valdastéttinni og auðvaldinu. Almenningur upplifir stjórnmálafólkið ekki sem fulltrúa sína, finnst það ekki endurspegla þjóðina né viðhorf hennar. Traust almennings á stjórnmálunum og stofnunum lýðræðisvettvangsins er miklu minna nú en var um miðja síðustu öld. Önnur leið til að vinna gegn þessari hnignun lýðræðisins en útvíkkun kosningaréttar er að nota slembival til að velja fulltrúa almennings. Það mætti til dæmi slembivelja stjórnlagaþing til að setja landinu stjórnarskrá og kosningalög, en reynslan hefur sýnt að Alþingi hefur mótað hvoru tveggja að hagsmunum stærstu stjórnmálaflokkanna. Sömuleiðis mætti velja efri deild þingsins með slembivali. Hún fengi þá frumvörp neðri deildar kjörinnar fulltrúa til samþykktar eða synjunar. Í sveitarstjórnum mætti hafa hverfisráð slembivalin og íbúaþing sem samþykktu meginlínur í stefnu sveitarfélagsins. Þeir hópar sem upplifa mesta fjarlægð frá stjórnmálunum og valdinu eru lágtekjufólk, innflytjendur, börn, ungmenni og veik stætt fólk. Það hefur sýnt sig að hin betur settu og tengdu taka yfir lýðræðisvettvanginn, fólk sem síðan fellur inn í valdastéttina. Ef við trúum á lýðræðið þá verðum við að bregðast við þessu. Til þess eru tvær leiðir helstar; útvíkkun kosningaréttar og aukið slembival. Það er mikilvægt að verkalýðshreyfingin taki upp lýðræðisbaráttu fyrir sitt fólk. Ekki bara til að tryggja innflytjendum kosningarétt heldur til að krefjast umbóta á lýðræðiskerfinu sjálfu sem tryggir betra aðgengi efnaminna fólks að valdinu. Öryrkjabandalagið, félög aldraðra, innflytjenda, barnafjölskyldna og annarra almannasamtaka eiga að geta tekið undir slíkar kröfur. Það er vel við hæfi að hefja slíka baráttu, um útvíkkun og eflingu lýðræðis, 24. júní til að fagna því að 88 ár eru liðin síðan fátækt fólk fékk kosningarétt. Einu sinni þótti það háskaleg hugmynd. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin 88 ár síðan afnumdar voru takmarkanir á kosningarétti vegna fátæktar. Það gerðist með þingkosningunum 24. júní 1934. Á sama tíma var kosningaaldur lækkaður úr 25 árum í 21 ár. Eftir kosningarnar var stjórn hinna vinnandi stétta mynduð, samsteypustjórn flokka sem áttu rætur í meginhreyfingum almennings; samvinnu- og verkalýðshreyfingunni. Þessi tímamót eru stærsti áfanginn í innleiðingu almenns kosningaréttar, fyrir utan kosningarétt kvenna til jafns við karla frá 1915. Fátækt fólk verður borgarar Fram að 1934 hafði fólk sem þáði sveitarstyrk ekki kosningarétt. Þarna voru enn tvö ár þar til almannatryggingar voru teknar upp, en í anda fyrri laga hefði fólk líklega misst kosningaréttinn við að þiggja eftirlaun eða örorkulífeyri frá Tryggingarstofnun. Að baki eldri laga lá sú hugsun að aðeins þau sem greiddu til opinberra sjóða mættu kjósa, ekki þau sem fengju greitt úr þessum sjóðum. Það er því vert að fagna í dag, ekki síður en 19. júní þegar við fögnum kosningarétti kvenna. Þetta eru saman tveir áfangar í baráttu almennings fyrir völdum í samfélaginu og innan lýðræðisvettvangsins; baráttu um að sækja vald til efnaðra karla, feðraveldis borgarastéttarinnar, og dreifa því jafnar meðal fólks. Almennur kosningaréttur hafði mikil áhrif þótt hann hafi ekki vegið upp valdaójafnvægið í samfélaginu, sem byggir á ógnarvaldi auðvaldsins. En almennur kosningaréttur var ein af meginforsendum umbreytingar ríkisvaldsins á síðustu öld. Og um leið og við fögnuð áfangasigri í dag eins og við gerðum einnig fyrir sex dögum, ættum við að velta fyrir okkur hvort ekki væri komin tími til að stíga næstu skref. Áhrif almenns kosningaréttar á samfélögin Útvíkkun kosningaréttar hafði mikil áhrfi á síðustu öld. Í stað þess að stjórnmálin og þar með ríkisvaldið þjónaði aðeins efnuðum körlum neyddi almennur kosningaréttur stjórnmálin til að snúa sér að konum, efnaminna fólki og yngra. Og þetta breytti samfélögunum. Þetta dugði ekki til að gera þau að jafnaðarsamfélögum, en þau urðu jafnari. Málefni kvenna og efnaminna fólks og yngra komust hægt og bítandi inn á vettvang stjórnmálanna. Og ríkisvaldið sem áður snérist aðeins um að gæta hagsmuna efnameiri eldri karla breytti um eðli að nokkru leyti. Næturvarðarríkið, sem aðeins sitt landvörnum og löggæslu innanlands, þ.e. gætti hagsmuna eignafólks, tók að þjóna öðrum hagsmunum. Ríkið hélt vissulega áfram að vernda fyrst og fremst ríka karla en með tímanum tókst að sveigja áherslurnar. Sú breyting færði okkur öll þau grunnkerfi sem eru undirstaða skaplegs samfélags. Útvíkkun kosningaréttar gerðist í nokkrum þrepum. Fyrst fengu eldri konur kosningarétt til jafns við eldri karla og á sama tíma var dregið úr kröfum um eignir, enda skattheimta að færast frá eignum yfir á tekjur. Þar næst var hætt að svipta fólk kosningarétti sem þáði fjárhagsaðstoð og síðan var kosningaaldur lækkaður í nokkrum þrepum. Útvíkkun kosningaréttar gerðist í fimm áföngum: 1915, 1920, 1934, 1968 og 1983. Síðasti áfanginn var lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Áhrif útvíkkunar kosningaréttar minnkar Síðan 1983 hefur engin framþróun kosningaréttar orðið. Og lítil umræða farið fram um slíkt nema hvað lögð hafa verið fram frumvörp um lækkun kosningaréttar í 16 ár, fyrst 2007 og síðast 2018. Þá var meirihluti á þingi fyrir lækkun kosningaaldurs en málþóf þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins kom í veg fyrir afgreiðslu þess. Allt eru þetta flokkar sem njóta hlutfallslega minna fylgis hjá yngra fólki en eldra. En lækkun kosningaaldurs í 16 ár væri mjög veikt skref miðað við þann vanda sem steðjar að lýðræðinu. Áhrif almenns kosningarréttar á stjórnmálin hafa þynnst út. Valdastéttinni tókst með tímanum að læra á stjórnmál sem byggðu á almennum kosningarétti. Áhrif hinna efnaminni á stjórnmálin náðu hámarki á eftirstríðsárunum en síðustu fjóra áratugina hefur mjög dregið úr þeim. Það er vaxandi upplifun hinna efnaminni, yngra fólks, innflytjenda og annar veikstæðra hópa að lýðræðið sé ekki að virka. Það sést á minnkandi kjörsókn, ekki bara hér heldur alls staðar í okkar heimshluta, og minnkandi trausti almennings á lýðræðið, stofnanir þess og stjórnmálafólk. Útvíkkun kosningaréttar mun auðvitað ekki ein lækna lýðræðið, en áhrif slíkra aðgerða á síðustu öld sýna að þetta er áhrifamikil aðgerð. Það er því kominn tími til að ræða umtalsverða útvíkkun kosningaréttar. Nema fólki sé orðið sama um lýðræðið. Í dag eru það tveir hópar sem hafa ekki kosningarétt. Fólk 17 ára og yngra og innflytjendur. Erlendir ríkisborgarar eru tæplega 14% landsmanna og fólk undir átján ára aldri er auk þess rúmlega 20,5% landsmanna. Samtals er því rúmlega 1/3 landsmanna, um 34,5%, ekki með kosningarétt. Byrjum að skoða stöðu innflytjenda. INNFLYTJENDUR Ef við leggjum mælikvarða núgildandi kosningalaga á kosningar frá 1874, en horfum fram hjá ríkisborgararétti, þá höfðu 14% landsmanna 18 ára og eldri kosningarétt 1874. Í fyrstu kosningunum eftir útvíkkun kosningaréttar 1915 var þetta hlutfall komið upp í 52% og þegar kosningaaldur var lækkaður og hætt að svipta fátækasta fólkið kosningarrétti 1934 fór hlutfallið í 91%. Og þegar kosningaaldurinn var lækkaður í 18 ár 1983 fór hlutfallið yfir 100%. Ástæðan var að landsmenn eru þau sem búa hér á landi en kosningaréttur er tengdur ríkisborgararétti. Íslenskir ríkisborgarar erlendis voru fleiri en erlendis ríkisborgarar hérlendis. Í kosningunum síðasta haust var þetta hlutfall hins vegar komið niður fyrir 89%. Og hefur ekki verið lægra síðan fyrir 1934. Hlutfallslega hafa ekki færri landsmenn haft kosningarétt en síðan við upphaf kreppunnar miklu. 1934 áttaði fólk sig á að takmörkun kosningaréttar skekkir lýðræðið og þar með ríkisvaldið til framtíðar. Með því að takmarka kosningarétt fátæks fólks og yngra, eins og gert var fyrir 1934, er lokað fyrir möguleika þessara hópa til að hafa áhrif á samfélagið sem þeir lifa innan. Þess vegna var þessu breytt. Í dag á þetta við um innflytjendur. Með því að meina þeim hópi að kjósa snúa stjórnmálin sér ekki að hópnum og sinna þar með ekki hagsmunum hans. Skekkjan kemur fram gagnvart stöðu innflytjenda. Þeir borga skatta en fá ekki að kjósa. Þeir borga félagsgjöldin en hafa ekki atkvæðarétt í félaginu. Og ríkisvaldið veitir innflytjendum ekki þjónustu í takt við það sem þeir borga til samfélagsins. Mætir heilbrigðis- og menntakerfið innflytjendum í takt við það sem þeir leggja til þessara kerfa? Hvað með réttargæslu- og dómskerfið? Og Innflytjendur borga útvarpsgjald til Ríkisútvarpsins; sést það á dagskránni? Svo dæmi séu tekin. Ég held að við sjáum öll í hendi okkar að þjónusta hins opinbera er ekki nema að litlu leyti aðlöguð að þörfum innflytjenda. Og alls ekki í takt við það sem þeir greiða inn í kerfin. Helmingur láglaunafólks án kosningaréttar En skekkjan vegna þess að innflytjendum er bannað að kjósa til þings kemur fram víðar. Innflytjendur eru hlutfallslega fleiri meðal láglaunafólks á vinnumarkaði en í samfélaginu almennt. Um helmingur félaga í Eflingu er t.d. innflytjendur og aðeins lítill hluti hópsins er með ríkisborgararétt og þar með kosningarétt til þings. Sama má segja um leigumarkaðinn þar sem innflytjendur eru hlutfallslega margir. Þetta veldur því að láglaunafólk er með veikari kosningarétt en fólk með hærri tekjur. Og af þeim sökum snúa stjórnmálin síður að láglaunafólki en að fólki með miðlungstekjur og hærri. Það sama á við um leigjendur. Þeir hafa hlutfallslega veikari kosningarétt en húseigendur. Það liggur í takmörkun kosningaréttarins að hvati stjórnmálafólks til að horfa til láglaunafólks og leigjenda er minni en að höfða til þeirra sem hafa hærri tekjur og eiga meira. Við getum ímyndað okkur hver viðbrögðin yrðu ef við ferðuðumst aftur á bak í tímann, til dæmis sextíu ár, til 1962, og tilkynntum á sameiginlegum fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Sóknar að eftir sextíu ár myndi aðeins helmingur af félögum þessara félaga hafa kosningarétt. Fyrir sextíu árum var verkafólk vel meðvitað um afl sitt og áhrif á stjórnmálin. Það hefði því átt bágt með að trúa að við ættum eftir að missa lýðræðið svo niður að lýðræðislegt afl hinna lægstlaunuðu myndi helmingast. Veik kosningaþátttaka innflytjenda Innflytjendur, sem hafa búið hér í þrjú ár samfellt, hafa kosningarrétt til sveitastjórna. Áður var miðað við fimm ár hjá fólki utan Norðurlanda. Upplýsingar um kosningaþátttöku í síðasta mánuði liggja ekki fyrir, en i kosningunum 2018 var kosningaþátttaka erlendra ríkisborgara 18%. Hún hafði lækkað síðan 2014, þegar hún var 21%. Og enn frekar frá 2006 þegar kosningaþátttakan erlendra ríkisborgara var 40%. Kosningaþátttakan er því lítil og hefur dregist saman. Hvað veldur? Þegar konur kusu í fyrsta sinn 1916 var kosningaþátttaka þeirra 30% á meðan kosningaþátttaka karla var 69%. 62 árum síðar var kosningaþátttaka kvenna orðin 89% en karla 91%. Þetta sýnir að það tekur tíma að byggja upp kosningaþátttöku hópa sem ekki nutu kosningaréttar áður. Ástæðan er ekki vanþekking hópsins eða getuleysi til að hugsa um mikilvæg málefni samfélagsins. Ástæðan er útilokun stjórnmálakerfisins og tregða ríkisvalds og sveitarfélaga til að breytast. Konur um miðja öld tengdu síður við ríkisvaldið en karlar og fannst ólíklegra að þær gætu breytt samfélaginu með atkvæði sínu. Þetta átti líka við um svarta í Bandaríkjunum, ungt fólk og fátækt. Það tók langan tíma að byggja upp kosningaþátttöku þessara hópa. Og það hefur líka sýnt sig að valdalitlir hópar, sem eru nánast sem annars flokks borgarar í samfélagi hinna efnameiri, nýta kosningarétt sinn síður. Þau sjá ekki tilganginn, ákvarðanir um stefnu samfélagsins eru teknar á vettvangi sem þau hafa ekki aðgengi að, af stjórnmálafólki sem ekki hlustar á þau. Það er því mikilvægt að rannsaka kosningaþátttöku innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum. Hver er ástæða þess að það dregur úr henni? Er það vegna þess að þrátt fyrir að tæp 5% kjósenda á kjörskrá 2018 hafi verið erlendir ríkisborgarar og rúm 11% 2022 þá hafi stjórnmálin í litlu mæli snúið að þessu fólki. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall erlendra ríkisborgara á kjörskrá 13% í síðasta mánuði og á Suðurnesjum 21%. Það er alvarlegt mál ef kosningaþátttaka hjá svona stórum hópum með afgerandi sérstöðu er afleit. Þá virkar lýðræðið ekki. Og enn síður virkar það í þingkosningum þar sem þetta fólk hefur engan kosningarétt. Fordæmi frá Nýja-Sjálandi Í mörgum löndum hafa innflytjendur kosningarétt en þá aðeins frá löndum með sérstök tengsl við viðkomandi lönd, fyrrum nýlendur eða herraþjóðir. Danir sem flutti til Íslands fyrir 6. mars 1946 hafa t.d. kosningarétt á Íslandi. En besta dæmið um frjálslynd kosningalög er frá Nýja Sjálandi. Þar hafa allir kosningarétt sem með varanlegt dvalarleyfi og sem hafa dvalið í landinu lengur en eitt ár. Innflytjendur eru ekki kjörgengir til þings, geta ekki orðið þingmenn, en þeir fá að kjósa. Varanlegt dvalarleyfi á Íslandi fá allir íbúar aðildarríkja EES-samnings. Aðrir þurfa yfirleitt að hafa dvalið hér lengur en fjögur ár til að fá slíkt leyfi. 83% erlendra ríkisborgara meðal landsmanna eru frá löndum EES. Það er líklegt að Nýsjálensk kosningalög myndu fjölga kjósendum um allt að 40 þúsund, jafnvel meira. Það er mun fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn fékk í þingkosningunum síðasta haust (tæp 35 þúsund) en nokkru færri en Sjálfstæðisflokkurinn fékk (tæp 49 þúsund). Mun ríkið breyta um eðli við þetta, breytast frá yfirráðasvæði þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt í erfðir eða úthlutað; yfir í félag þeirra sem búa á landinu? Kannski er kominn tími til að ræða einmitt þetta. Það reyndi ekki mikið á þjóðríkið á síðustu öld en það hefur svo sannarlega gert það á undanförnum árum. Það er að verða til sérstök stétt láglaunafólks á leigumarkaði sem nýtur takmarkaðra réttinda, talar ekki tungumálið og hefur því lakara aðgengi að stofnunum samfélagsins og hefur ekki kosningarétt. Það er spurning hvort við hin höfum rétt á að svipta þennan hóp stöðu og rétti, að við getum brotið gegn réttindum þessara einstaklinga og hagsmunum hópsins. Og það er líka spurning hvort við viljum að samfélagið okkar þróist með þessum hætti, að lægst setta fólkið í samfélaginu tilheyri því ekki nema að litlu leyti, séu annars flokks borgarar. En sú staða á sannarlega við um börnin. BÖRN Fyrst þegar annað fólk en efnamiklir karlar fengu að kjósa á Íslandi voru aldursmörkin sett við 40 ár. Með nýrri stjórnarskrá stuttu síðar var þetta fellt úr gildi og mörkin sett við 25 ár. Þessi hugmynd íslenskra karla að konur og eignalausir karlar hefðu ekki vit á samfélagsmálum á við þá sjálfa fyrr en eftir fertugt stóðst ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er nokkuð kostuleg hugmynd. Lífslíkur tíu ára á Íslandi 1915 voru um 62 ár. Hugmyndin var þá að almenningur hefði kosningarétt síðasta 1/3 hluta ævinnar. Í dag getur tíu ára vænst þess að ná rúmlega 84 ára aldri. Mörkin frá 2015 jafngilda því að í dag fengi fólk kosningarétt rúmlega 54 ára. 1934 var kosningaaldurinn lækkaður í 21 ár, í 20 ár 1968 og í 18 ár 1983. Það er algengast í ríkjum heims að miða kosningaaldur við 18 ár. Í Grikklandi og fáeinum öðrum löndum er hann 17 ár og 16 ár í nokkrum löndum, m.a. Skotlandi, Austurríki, Brasilíu og Argentínu. Þetta er ekki náttúruleg mörk heldur mannanna verk. Fólk má t.d. ekki kaupa skotvopn eða áfengi fyrr en það er orðið 20 ára en er sakhæft og það má dæma það til refsingar þegar það er orðið 15 ára. Fólk fær skattkort þegar það er 16 ára, verður sjálfstæður skattborgari. Fólk verður sjálfstæðir notendur heilbrigðisþjónustu þegar það nær 15 ára aldri. Kosningaréttur var lækkaður í 18 ár í Bandaríkjunum árið 1971. Það var afleiðing andstöðu við Víetnamstríðið, bent var á að ungmenni sem kölluð voru í herinn 18 ára og gert skylt að fórna lífi sínu fyrir ríkisvaldið, höfðu ekki kosningarétt. Það er því eðlilegt að það sé lifandi umræða um hvar mörk kosningarréttar eigi að liggja, hvenær börn og ungmenni öðlast þau réttindi. Almennur kosningaréttur á að vera almennur Ein rökin fyrir kosningarétti barna byggja á sömu forsendum og krafan um kosningarétt kvenna, fátækra eða annarra valdalausra hópa í fortíðinni. Rökin eru að við höfum í raun fallist á almennan kosningarétt allra manna sem grunnreglu, en síðan skerðum við þennan rétt gagnvart tilteknum hópum með því að skilgreina þá ekki sem menn. Einu sinni átti þetta við um konur, fátækt fólk, frumbyggja í Bandaríkjunum eða Ástralíu, svarta Bandaríkjamenn, innflytjendur, sakamenn, gyðinga í Þýskalandi nasismans o.s.frv. Í dag falla börn ekki undir skilgreininguna maður að þessu leyti. Við veitum öllum mönnum full mannréttindi. Nema börnum. Vegna þess að þau eru ekki menn. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir: Allir hafa rétt til að taka þátt í stjórn lands síns, beint eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Þarna eru engin takmörk, ákvæðið á um alla menn. Í öðru ákvæði sáttmálans er kveðið á um takmörk vegna aldurs: Fulltíða konur og karlar hafa rétt til að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu, án tillits til kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Þetta á við um fulltíða konur og karla (og líklega önnur kyn) en ekki um börn. En slíkur fyrirvari er ekki um rétt fólks til að taka þátt í stjórn lands síns, meðal annars með því að kjósa. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ekki kveðið á um kosningarétt en þar er kveðið á um rétt barna til að tjá skoðanir sínar, mynda félög og gefa skýrslu fyrir dómi. Og aðildarlöndin gangast undir að taka tillit til skoðana barna. Barnasáttmálinn viðurkennir því að börn geti og eigi að skilgreina sjálf hagsmuni sína og reynslu og að óheimilt sé að setja meiri takmarkanir á tjáningu barna en nauðsynlegt þykir almennt varðandi tjáningu annarra borgara. Við höfum því stígið eins og hálft skref. Börn eru í sömu stöðu og konur fyrir 1915, það er viðurkennt að það eigi að taka tillit til þeirra en þeim er ekki treyst til að kjósa. Börn eru menn en samt ekki alveg treystandi fyrir réttindum manna. Baráttufólk fyrir kosningarétti barna hefur bent á að óheimilt er að takmarka rétt fólksvegna aldurs, hinum megin frá. Aldrað fólk heldur sínum réttindum. Og þegar aldurstakmörk eru sett í lög er það til að vernda börn, t.d. fyrir refsingum, kynlífi, skotvopnum, áfengi, tóbaki o.s.frv. Þau rök er hins vegar ekki hægt að nota gagnvart kosningarétti. Það er ansi langsótt að ætla að halda því fram að kosningaréttur geti skaðað börn. Og þar með fellur réttlæting okkur fyrir að taka þann rétt af börnum. Minnkandi vægi barnafjölskyldna Fyrir utan almenn mannréttindarök hefur kosningaréttur barna líka verið rökstuddur með veikari röddu barnafjölskyldna innan hins pólitíska vettvangs og veikari efnahagslegri stöðu þeirra á síðustu áratugum. Árið 1960 var fólk á aldrinum 20 til 44 ára, sem við gætum kallað foreldrakynslóðina, 55% kjósenda. Nú eru kjósendur á þessum aldri 42% af þeim landsmönnum sem hafa kosningarétt. Með lengri lífaldri dregur úr vægi foreldrakynslóðarinnar meðal kjósenda. Og með færri börnum á foreldra dregur líka úr vægi barna og fyrirferð í samfélaginu. 1960 voru 37% landsmanna fimmtán ára og yngri. Þetta hlutfall er í dag 20%. Sem skýrir kannski hvers vegna nútíminn virkar stundum dapur. En börn eru einfaldlega ekki eins afgerandi hópur og áður var og foreldrakynslóðin ekki eins aflmikill málsvari. Hvort sem þetta er ein af ástæðunum eða ekki, er óumdeilt að yngra fólk í dag stendur efnahagslega veikar miðað við eldra fólk en raunin var hjá fyrri kynslóðum. Efnahagsleg staða ungs fólks, og þar með barnafjölskyldna, hefur versnað. Yngra fólk skuldar meira, það er lengur að komast inn á skipulagðan vinnumarkað og hefur því lægri laun og minni réttindi, það hefur þyngri framfærslu vegna barna og það á erfiðara með að eignast íbúð og hefur þar með hærri húsnæðiskostnað. Þetta er alþjóðleg breyting og ein af afleiðingum nýfrjálshyggjunnar. Á tímabili hennar var dregið úr tekjujöfnunartækjum skattkerfisins, en tilgangur þeirra var ekki bara að flytja byrðar frá hinum efnaminni yfir á hin efnameiri heldur á milli kynslóða, þannig að miðaldra fólk borgaði hærri nettóskatt á meðan yngra fólk naut barnabóta, vaxtabóta og annarrar tilfærslna til að létta þau ár þegar tekjur voru lágar og framfærslan þung. En nýfrjálshyggjan skaðaði líka skipulagðan vinnumarkað með innleiðingu allskyns lausamennsku og markaðsvæddi húsnæðismarkað sem stórjók húsnæðiskostnað leigjenda og fólks sem kom seint inn á eignamarkað. Eldra fólk sem fór fyrr út á vinnumarkað og húsnæðismarkað er betur varið fyrir niðurbroti nýfrjálshyggjunnar og nýtur nú lægri skattgreiðslna. Yngra fólkið situr í súpunni, hefur veika stöðu á húsnæðis- og vinnumarkaði og borgar auk þess hærri skatta og iðgjöld í lífeyrissjóði. Til að vinda ofan af þessu þarf auðvitað meira en kosningarétt barna. En ef börn sautján ára og yngri fengju kosningarétt og við leggjum atkvæði þeirra við atkvæði fólks á aldrinum 20-44 ára væri samanlagt atkvæðamagn þessa hóps 60% af öllum á kjörskrá, aðeins litlu hærra hlutfall en foreldrakynslóðin var á kjörskrám fyrir sextíu árum. Meiri væri breytingin ekki. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að umræðan um kosningarétt barna hefur verið meira áberandi í Þýskalandi og Japan en víðast hvar annars staðar. Þetta eru lönd þar sem þjóðin eldist hratt og vægi barnafjölskylda á kjörstað hefur skroppið saman. Bent hefur verið á að kosningaréttur barna myndi auka atkvæðamagn barnafjölskyldna úr 24% í 37% en ekki skerða vægi fólks 55 ára og eldri nema úr 43% í 35%. Fyrirkomulag barnakosninga Baráttu fyrir kosningarétti barna má skipta í tvennt út frá forsendum og mögulegum lausnum. Annars vegar út frá mannréttindum barnsins, að óréttlætanlegt sé að svipta barn kosningarétti vegna aldurs. Lausnin gæti falist í því að allir fengju kosningarétt við sextán ára aldur en yngra fólk gæti skráð sig á kjörskrá ef það vildi fá kosningarétt fyrr. Það væri þá sjálfdæmi hvers einstaklings hvenær hann teldi sig hafa þroska til að kjósa. Hins vegar er kosningaréttar barna krafist vegna ójafnvægis milli kynslóða og minnkandi vægi barnafjölskyldna innan lýðræðiskerfisins. Þau sem krefjast kosningaréttar barna af þeim forsendum hafa lag til að foreldrar færu með umboð barna sinna á kjörstað, atkvæði barnsins skiptist á milli foreldra þess ef þeir eru eru fleiri en einn, þar til barnið gæti sjálft greitt atkvæði. Breski stjórnmálafræðiprófessorinn David Runciman vill setja þau mörk við sex ára, telur að eftir það eigi börn að ráða við að kjósa óstudd. Aðrir hafa lagt til að foreldrar fari með umboð barna sinna þar til börnin kalli eftir að kjósa sjálf, hvort sem það er fimm ára eða fimmtán. Ef fólk vill frekar sjá fyrir sér almennar reglur gætu þær verið þessar: Foreldrar mæta á kjörstað sem umboðsmenn barna sinna fram að sex ára aldri, mega fara inn í kjörklefann með börnum sínum fram að tólf ára aldri en eftir það sjá börnin um sig sjálf. Ég get sagt ykkur að þótt ég hafi öðlast reynslu og einhverja þekkingu síðan ég var tólf ára, hef ég í dag ekki mikið meira vit en ég hafði þá. Og úr því ég vitna til sjálfs míns þá hef ég gefið dóttur minni atkvæði mitt frá þingkosningunum 2016, þegar hún var níu ára. Þetta hefur verið tilraun okkar og umræðuvettvangur um kosningarétt barna. Hún hefur síðan kosið í þrennum þingkosningum, tvennum borgarstjórnarkosningum og tvennum forsetakosningum. Hún hefur ekki alltaf valið það sama og ég hefði kosið, en hún hefur rökstutt val sitt vel og sannað fyrir mér að hún fer ekkert síður vel með sinn kosningarétt en þau sem eldri eru. Nóg til að að ég hlýði henni og kýs eins og hún leggur fyrir mig. Með því að leyfa börnum að kjósa myndu bætast við kjörskrá tæplega 76 þúsund kjósendur. Það er næstum jafn margir og kusu einhvern stjórnarandstöðuflokkinn síðast liðið haust. LÝÐRÆÐISSKEKKJAN Almennur kosningaréttur réttir ekki af lýðræðisskekkjuna sem er í samfélaginu. Það sýndi sig á síðustu öld og enn frekar á okkar ungu öld, að þrátt fyrir almennan kosningarétt þá upplifa stórir hópar fólks sig valdalítið, að stjórnmálastéttin hlusti kannski á fólk fyrir kosningar og ávarpi það, en snúi sér síðan strax eftir kosningar að því að stjórna landinu með valdastéttinni og auðvaldinu. Almenningur upplifir stjórnmálafólkið ekki sem fulltrúa sína, finnst það ekki endurspegla þjóðina né viðhorf hennar. Traust almennings á stjórnmálunum og stofnunum lýðræðisvettvangsins er miklu minna nú en var um miðja síðustu öld. Önnur leið til að vinna gegn þessari hnignun lýðræðisins en útvíkkun kosningaréttar er að nota slembival til að velja fulltrúa almennings. Það mætti til dæmi slembivelja stjórnlagaþing til að setja landinu stjórnarskrá og kosningalög, en reynslan hefur sýnt að Alþingi hefur mótað hvoru tveggja að hagsmunum stærstu stjórnmálaflokkanna. Sömuleiðis mætti velja efri deild þingsins með slembivali. Hún fengi þá frumvörp neðri deildar kjörinnar fulltrúa til samþykktar eða synjunar. Í sveitarstjórnum mætti hafa hverfisráð slembivalin og íbúaþing sem samþykktu meginlínur í stefnu sveitarfélagsins. Þeir hópar sem upplifa mesta fjarlægð frá stjórnmálunum og valdinu eru lágtekjufólk, innflytjendur, börn, ungmenni og veik stætt fólk. Það hefur sýnt sig að hin betur settu og tengdu taka yfir lýðræðisvettvanginn, fólk sem síðan fellur inn í valdastéttina. Ef við trúum á lýðræðið þá verðum við að bregðast við þessu. Til þess eru tvær leiðir helstar; útvíkkun kosningaréttar og aukið slembival. Það er mikilvægt að verkalýðshreyfingin taki upp lýðræðisbaráttu fyrir sitt fólk. Ekki bara til að tryggja innflytjendum kosningarétt heldur til að krefjast umbóta á lýðræðiskerfinu sjálfu sem tryggir betra aðgengi efnaminna fólks að valdinu. Öryrkjabandalagið, félög aldraðra, innflytjenda, barnafjölskyldna og annarra almannasamtaka eiga að geta tekið undir slíkar kröfur. Það er vel við hæfi að hefja slíka baráttu, um útvíkkun og eflingu lýðræðis, 24. júní til að fagna því að 88 ár eru liðin síðan fátækt fólk fékk kosningarétt. Einu sinni þótti það háskaleg hugmynd. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar