Telur líklegt að Rússar skrúfi fyrir gasið í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 23:30 Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur aðeins verið um 40 prósent af fullri flutningsgetu að undanförnu. Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar telur líklegt að Rússar muni skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Evrópu í vetur. Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu. Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu.
Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira