Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 11:09 Böðvar Guðjónsson stýrði körfuboltaskútunni hjá KR á mesta blómaskeiði félagsins. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið. „Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni. Subway-deild karla KR Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
„Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni.
Subway-deild karla KR Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum