„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júní 2022 20:30 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“ Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“
Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00