Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. júní 2022 20:39 Andri Rúnar skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. Visir/ Diego Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV. „Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum. ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum.
ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45