Tónlistarkonan eyddi nýverið prófílmyndum sínum á samfélagsmiðlum og breytti upplýsingum um sig á Instagram og Twitter þannig að á síðu hennar stendur nú einungis: „act i, RENAISSANCE; 7.29“.
Streymisveiturnar Spotify, Apple Music, Tidal og Youtube hafa einnig staðfest fréttirnar um plötuna með mynd sem stendur á „Act i, Renaissance“.
The countdown has officially begun. Beyoncé's back July 29 #RENAISSANCE pic.twitter.com/BckUCIFbIC
— Spotify (@Spotify) June 16, 2022
Þá hefur það vakið sérstaka athygli að platan sé titluð „Þáttur i“ þar sem það geti þýtt að platan sé fyrsti hluti af lengra verkefni. Kannski eru flóðgáttirnar að bresta.