Mismunandi og miserfiðar leiðir sem Víkingur getur farið Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:45 Víkingar mæta Levadia í undanúrslitum umspilsins á þriðjudag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Vísir/Diego Víkingur frá Reykjavík tekur þátt í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í næstu viku. Ljóst er að Víkingar eiga fram undan Evrópueinvígi sama hvernig fer, en mögulegir andstæðingar eru breytilegir eftir því hversu langt þeir komast. Víkingur mætir Levadia Tallinn frá Eistlandi í undanúrslitum umspilsins þriðjudaginn næsta, 21. júní. Vinnist sá leikur bíður þeirra úrslitaleikur gegn annað hvort La Fiorita frá San Marínó eða Inter d'Escaldes frá Andorra. Fagni Víkingar sigri þar mæta þeir Malmö FF, undir stjórn fyrrum leikmanns og þjálfara Víkings, Milos Milojevic í fyrstu umferð í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir færast aftur á móti í Sambandsdeildina ef þeir tapa fyrir Levadia eða í úrslitaleiknum í forkeppninni. Munur er á hvaða mótherja þeir dragast gegn eftir því á hvoru stigi þeir detta út, ef af því kemur. Leikur Víkings og Levadia er klukkan 19:30 á þriðjudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Mögulegir mótherjar Víkings Ef Víkingur vinnur umspilsmótið mætir liðið Malmö FF í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tapist einvígið gegn Malmö mætir Víkingur annað hvort New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vinni Víkingur lið Malmö mætir liðið annað hvort Ballkani frá Kósóvó eða Zalgiris frá Litáen í 2. umferð Meistaradeildarinnar Ef Víkingur tapar fyrir Levadia í undanúrslitum umspilsins á þriðjudag fer liðið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og mætir annað hvort Shamrock Rovers frá Írlandi eða Hibernians frá Möltu. Ef Víkingar tapa úrslitaleik umspilsins fara þeir sömuleiðis í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og mæta annað hvort Pyunik frá Armeníu eða CFR Cluj frá Rúmeníu. Mögulegir mótherjar Blika og KR Breiðablik og KR eru hin tvö íslensku liðin í Evrópukeppnum UEFA í ár og eru bæði í Sambandsdeildinni. Breiðablik mætir Santa Coloma frá Andorra í 1. umferð Sambandsdeildarinnar og vinnist það einvígi bíða þeirra annað hvort Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kósóvó í 2. umferð. KR mætir sterku liði Pogon Szczecin frá Póllandi í 1. umferð. Hafi þeir betur munu þeir mæta Bröndby frá Danmörku í 2. umferð. Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík KR Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Víkingur mætir Levadia Tallinn frá Eistlandi í undanúrslitum umspilsins þriðjudaginn næsta, 21. júní. Vinnist sá leikur bíður þeirra úrslitaleikur gegn annað hvort La Fiorita frá San Marínó eða Inter d'Escaldes frá Andorra. Fagni Víkingar sigri þar mæta þeir Malmö FF, undir stjórn fyrrum leikmanns og þjálfara Víkings, Milos Milojevic í fyrstu umferð í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir færast aftur á móti í Sambandsdeildina ef þeir tapa fyrir Levadia eða í úrslitaleiknum í forkeppninni. Munur er á hvaða mótherja þeir dragast gegn eftir því á hvoru stigi þeir detta út, ef af því kemur. Leikur Víkings og Levadia er klukkan 19:30 á þriðjudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Mögulegir mótherjar Víkings Ef Víkingur vinnur umspilsmótið mætir liðið Malmö FF í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tapist einvígið gegn Malmö mætir Víkingur annað hvort New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vinni Víkingur lið Malmö mætir liðið annað hvort Ballkani frá Kósóvó eða Zalgiris frá Litáen í 2. umferð Meistaradeildarinnar Ef Víkingur tapar fyrir Levadia í undanúrslitum umspilsins á þriðjudag fer liðið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og mætir annað hvort Shamrock Rovers frá Írlandi eða Hibernians frá Möltu. Ef Víkingar tapa úrslitaleik umspilsins fara þeir sömuleiðis í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og mæta annað hvort Pyunik frá Armeníu eða CFR Cluj frá Rúmeníu. Mögulegir mótherjar Blika og KR Breiðablik og KR eru hin tvö íslensku liðin í Evrópukeppnum UEFA í ár og eru bæði í Sambandsdeildinni. Breiðablik mætir Santa Coloma frá Andorra í 1. umferð Sambandsdeildarinnar og vinnist það einvígi bíða þeirra annað hvort Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kósóvó í 2. umferð. KR mætir sterku liði Pogon Szczecin frá Póllandi í 1. umferð. Hafi þeir betur munu þeir mæta Bröndby frá Danmörku í 2. umferð.
Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík KR Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira