Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júní 2022 13:30 Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Getty/Scott Legato Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira