KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 13:01 Það er alltaf hart barist þegar KR og ÍA mætast. Skagamönnum hefur þó gengið heldur illa að næla í stig gegn erkifjendunum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki