Loforð um leikskólamál – skal þá dæst og stunið? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. júní 2022 07:01 Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun