Beitir sér fyrir stofnun Félags strætófarþega: „Mikilvægt að valdið komi neðan frá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2022 14:49 Trausti Breiðfjörð Magnússon er borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands. Aðsend Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hyggst beita sér fyrir stofnun Félags strætófarþega og vill vera milliliður notenda Strætó og stjórnkerfisins. Hann segir alveg ljóst að bestu tillögur til úrbóta myndu koma frá farþegunum sjálfum. Flokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarstjórn um að farþegar og vagnstjórar fái fulltrúa í stjórn Strætó. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, segir mikilvægt að strætófarþegar eignist hagsmunasamtök á borð við Samtök leigjenda. Að sögn Trausta margborgar það sig að ná samstöðu og rísa upp. Hann skorar á strætófarþega að stofna slíkt félag. „Okkur finnst að strætófarþegar ættu að hafa meiri rödd inn í almenningssamgöngukerfinu. Okkur finnst svolítið eins og það séu einhverjir toppar þarna sem segja hvernig þetta eigi að vera og að það sé ekki verið að taka mið af röddum strætófarþega sem hafa svo sannarlega mikið af réttmætum ástæðum fyrir því að finnastþjónustan ekki nógu góð. Við viljum endilega fá fram þeirra rödd og að hún heyrist betur.“ Trausti segir að sumir líti Strætó neikvæðum augum vegna þess að þjónustan sé ekki nógu góð. „Hann gengur allt of sjaldan. Það er dýrt að taka Strætó og þjónustan hefur versnað. Vagnstjórar hafa sagt okkur að leiðakerfið hafi verið betra áður fyrr hjá SVR [Strætisvögnum Reykjavíkur]. Þá voru vagnstjórar inn í stjórninni en það er ekki þannig lengur þannig að okkur finnst einmitt að til þess að þjónusta Strætó geti batnað að þá þurfi að fá vagnstjóra og farþega inn í stjórnina og auk þess að það verði stofnuð Samtök strætófarþega sem hafi sterka rödd og áhrif á umræðuna.“ Á næsta borgarstjórnarfundi ætla borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins að leggja fram tillögu um að farþegar og vagnstjórar fái sína fulltrúa inn í stjórn Strætó. „Við höfum heyrt að þessi nýi meirihluti ætli að leggja áherslu á lýðræðismál þannig að þetta væri rosalega sterkur liður í því. Ég vona að það verði hægt að koma því í gegn því það er svo mikilvægt að valdið komi neðan frá.“ Ekki brugðist við ábendingum notenda Trausti er mjög einarður í þeirri afstöðu að þeir sem noti þjónustuna eigi að fá að hafa meiri áhrif á hvernig þjónustan mótast. Farþegarnir sjálfir viti manna best hvað megi betur fara. Hann bendir á að í fjölmennum Facebookhópi undir yfirskriftinni „Félag strætófarþega“ sé ákveðinn rauður þráður í þeim ábendingum sem notendur Strætó færa fram og vilja að sé gert betur. Ein af algengustu ábendingunum sé að Strætó komi of snemma. „Fólk hringir og kvartar en það er ekki hlustað á það og ekkert er gert til að bæta fyrir mistökin. Það er ekki einu sinni beðist afsökunar.“ Þá séu flestir á sama máli; það þurfi að leggja meira fjármagn inn í almenningssamgöngukerfið til að hægt sé að auka tíðni ferða. „Þótt Strætó sjálfur sé rekinn með tapi þá er það arðbært fyrir samfélagið að almenningssamgöngur gangi hratt og smurt fyrir sig. Það skiptir máli hvernig við lítum á þetta; að við horfum á þetta í heildarsamhengi hlutanna, ekki aðeins út frá fjármálum Strætó Bs,“ segir Trausti sem bætir við að það sé gífurlega mikilvægt umhverfismál að auka hlutfall þeirra sem taka Strætó. Trausti hvetur Strætófarþega til að láta til sín taka og hann heitir því, sem borgarfulltrúi, að hlusta á ábendingar þeirra og reyna að bæta þjónustuna. Strætó Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, segir mikilvægt að strætófarþegar eignist hagsmunasamtök á borð við Samtök leigjenda. Að sögn Trausta margborgar það sig að ná samstöðu og rísa upp. Hann skorar á strætófarþega að stofna slíkt félag. „Okkur finnst að strætófarþegar ættu að hafa meiri rödd inn í almenningssamgöngukerfinu. Okkur finnst svolítið eins og það séu einhverjir toppar þarna sem segja hvernig þetta eigi að vera og að það sé ekki verið að taka mið af röddum strætófarþega sem hafa svo sannarlega mikið af réttmætum ástæðum fyrir því að finnastþjónustan ekki nógu góð. Við viljum endilega fá fram þeirra rödd og að hún heyrist betur.“ Trausti segir að sumir líti Strætó neikvæðum augum vegna þess að þjónustan sé ekki nógu góð. „Hann gengur allt of sjaldan. Það er dýrt að taka Strætó og þjónustan hefur versnað. Vagnstjórar hafa sagt okkur að leiðakerfið hafi verið betra áður fyrr hjá SVR [Strætisvögnum Reykjavíkur]. Þá voru vagnstjórar inn í stjórninni en það er ekki þannig lengur þannig að okkur finnst einmitt að til þess að þjónusta Strætó geti batnað að þá þurfi að fá vagnstjóra og farþega inn í stjórnina og auk þess að það verði stofnuð Samtök strætófarþega sem hafi sterka rödd og áhrif á umræðuna.“ Á næsta borgarstjórnarfundi ætla borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins að leggja fram tillögu um að farþegar og vagnstjórar fái sína fulltrúa inn í stjórn Strætó. „Við höfum heyrt að þessi nýi meirihluti ætli að leggja áherslu á lýðræðismál þannig að þetta væri rosalega sterkur liður í því. Ég vona að það verði hægt að koma því í gegn því það er svo mikilvægt að valdið komi neðan frá.“ Ekki brugðist við ábendingum notenda Trausti er mjög einarður í þeirri afstöðu að þeir sem noti þjónustuna eigi að fá að hafa meiri áhrif á hvernig þjónustan mótast. Farþegarnir sjálfir viti manna best hvað megi betur fara. Hann bendir á að í fjölmennum Facebookhópi undir yfirskriftinni „Félag strætófarþega“ sé ákveðinn rauður þráður í þeim ábendingum sem notendur Strætó færa fram og vilja að sé gert betur. Ein af algengustu ábendingunum sé að Strætó komi of snemma. „Fólk hringir og kvartar en það er ekki hlustað á það og ekkert er gert til að bæta fyrir mistökin. Það er ekki einu sinni beðist afsökunar.“ Þá séu flestir á sama máli; það þurfi að leggja meira fjármagn inn í almenningssamgöngukerfið til að hægt sé að auka tíðni ferða. „Þótt Strætó sjálfur sé rekinn með tapi þá er það arðbært fyrir samfélagið að almenningssamgöngur gangi hratt og smurt fyrir sig. Það skiptir máli hvernig við lítum á þetta; að við horfum á þetta í heildarsamhengi hlutanna, ekki aðeins út frá fjármálum Strætó Bs,“ segir Trausti sem bætir við að það sé gífurlega mikilvægt umhverfismál að auka hlutfall þeirra sem taka Strætó. Trausti hvetur Strætófarþega til að láta til sín taka og hann heitir því, sem borgarfulltrúi, að hlusta á ábendingar þeirra og reyna að bæta þjónustuna.
Strætó Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44
Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19