Beitir sér fyrir stofnun Félags strætófarþega: „Mikilvægt að valdið komi neðan frá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2022 14:49 Trausti Breiðfjörð Magnússon er borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands. Aðsend Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hyggst beita sér fyrir stofnun Félags strætófarþega og vill vera milliliður notenda Strætó og stjórnkerfisins. Hann segir alveg ljóst að bestu tillögur til úrbóta myndu koma frá farþegunum sjálfum. Flokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarstjórn um að farþegar og vagnstjórar fái fulltrúa í stjórn Strætó. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, segir mikilvægt að strætófarþegar eignist hagsmunasamtök á borð við Samtök leigjenda. Að sögn Trausta margborgar það sig að ná samstöðu og rísa upp. Hann skorar á strætófarþega að stofna slíkt félag. „Okkur finnst að strætófarþegar ættu að hafa meiri rödd inn í almenningssamgöngukerfinu. Okkur finnst svolítið eins og það séu einhverjir toppar þarna sem segja hvernig þetta eigi að vera og að það sé ekki verið að taka mið af röddum strætófarþega sem hafa svo sannarlega mikið af réttmætum ástæðum fyrir því að finnastþjónustan ekki nógu góð. Við viljum endilega fá fram þeirra rödd og að hún heyrist betur.“ Trausti segir að sumir líti Strætó neikvæðum augum vegna þess að þjónustan sé ekki nógu góð. „Hann gengur allt of sjaldan. Það er dýrt að taka Strætó og þjónustan hefur versnað. Vagnstjórar hafa sagt okkur að leiðakerfið hafi verið betra áður fyrr hjá SVR [Strætisvögnum Reykjavíkur]. Þá voru vagnstjórar inn í stjórninni en það er ekki þannig lengur þannig að okkur finnst einmitt að til þess að þjónusta Strætó geti batnað að þá þurfi að fá vagnstjóra og farþega inn í stjórnina og auk þess að það verði stofnuð Samtök strætófarþega sem hafi sterka rödd og áhrif á umræðuna.“ Á næsta borgarstjórnarfundi ætla borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins að leggja fram tillögu um að farþegar og vagnstjórar fái sína fulltrúa inn í stjórn Strætó. „Við höfum heyrt að þessi nýi meirihluti ætli að leggja áherslu á lýðræðismál þannig að þetta væri rosalega sterkur liður í því. Ég vona að það verði hægt að koma því í gegn því það er svo mikilvægt að valdið komi neðan frá.“ Ekki brugðist við ábendingum notenda Trausti er mjög einarður í þeirri afstöðu að þeir sem noti þjónustuna eigi að fá að hafa meiri áhrif á hvernig þjónustan mótast. Farþegarnir sjálfir viti manna best hvað megi betur fara. Hann bendir á að í fjölmennum Facebookhópi undir yfirskriftinni „Félag strætófarþega“ sé ákveðinn rauður þráður í þeim ábendingum sem notendur Strætó færa fram og vilja að sé gert betur. Ein af algengustu ábendingunum sé að Strætó komi of snemma. „Fólk hringir og kvartar en það er ekki hlustað á það og ekkert er gert til að bæta fyrir mistökin. Það er ekki einu sinni beðist afsökunar.“ Þá séu flestir á sama máli; það þurfi að leggja meira fjármagn inn í almenningssamgöngukerfið til að hægt sé að auka tíðni ferða. „Þótt Strætó sjálfur sé rekinn með tapi þá er það arðbært fyrir samfélagið að almenningssamgöngur gangi hratt og smurt fyrir sig. Það skiptir máli hvernig við lítum á þetta; að við horfum á þetta í heildarsamhengi hlutanna, ekki aðeins út frá fjármálum Strætó Bs,“ segir Trausti sem bætir við að það sé gífurlega mikilvægt umhverfismál að auka hlutfall þeirra sem taka Strætó. Trausti hvetur Strætófarþega til að láta til sín taka og hann heitir því, sem borgarfulltrúi, að hlusta á ábendingar þeirra og reyna að bæta þjónustuna. Strætó Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, segir mikilvægt að strætófarþegar eignist hagsmunasamtök á borð við Samtök leigjenda. Að sögn Trausta margborgar það sig að ná samstöðu og rísa upp. Hann skorar á strætófarþega að stofna slíkt félag. „Okkur finnst að strætófarþegar ættu að hafa meiri rödd inn í almenningssamgöngukerfinu. Okkur finnst svolítið eins og það séu einhverjir toppar þarna sem segja hvernig þetta eigi að vera og að það sé ekki verið að taka mið af röddum strætófarþega sem hafa svo sannarlega mikið af réttmætum ástæðum fyrir því að finnastþjónustan ekki nógu góð. Við viljum endilega fá fram þeirra rödd og að hún heyrist betur.“ Trausti segir að sumir líti Strætó neikvæðum augum vegna þess að þjónustan sé ekki nógu góð. „Hann gengur allt of sjaldan. Það er dýrt að taka Strætó og þjónustan hefur versnað. Vagnstjórar hafa sagt okkur að leiðakerfið hafi verið betra áður fyrr hjá SVR [Strætisvögnum Reykjavíkur]. Þá voru vagnstjórar inn í stjórninni en það er ekki þannig lengur þannig að okkur finnst einmitt að til þess að þjónusta Strætó geti batnað að þá þurfi að fá vagnstjóra og farþega inn í stjórnina og auk þess að það verði stofnuð Samtök strætófarþega sem hafi sterka rödd og áhrif á umræðuna.“ Á næsta borgarstjórnarfundi ætla borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins að leggja fram tillögu um að farþegar og vagnstjórar fái sína fulltrúa inn í stjórn Strætó. „Við höfum heyrt að þessi nýi meirihluti ætli að leggja áherslu á lýðræðismál þannig að þetta væri rosalega sterkur liður í því. Ég vona að það verði hægt að koma því í gegn því það er svo mikilvægt að valdið komi neðan frá.“ Ekki brugðist við ábendingum notenda Trausti er mjög einarður í þeirri afstöðu að þeir sem noti þjónustuna eigi að fá að hafa meiri áhrif á hvernig þjónustan mótast. Farþegarnir sjálfir viti manna best hvað megi betur fara. Hann bendir á að í fjölmennum Facebookhópi undir yfirskriftinni „Félag strætófarþega“ sé ákveðinn rauður þráður í þeim ábendingum sem notendur Strætó færa fram og vilja að sé gert betur. Ein af algengustu ábendingunum sé að Strætó komi of snemma. „Fólk hringir og kvartar en það er ekki hlustað á það og ekkert er gert til að bæta fyrir mistökin. Það er ekki einu sinni beðist afsökunar.“ Þá séu flestir á sama máli; það þurfi að leggja meira fjármagn inn í almenningssamgöngukerfið til að hægt sé að auka tíðni ferða. „Þótt Strætó sjálfur sé rekinn með tapi þá er það arðbært fyrir samfélagið að almenningssamgöngur gangi hratt og smurt fyrir sig. Það skiptir máli hvernig við lítum á þetta; að við horfum á þetta í heildarsamhengi hlutanna, ekki aðeins út frá fjármálum Strætó Bs,“ segir Trausti sem bætir við að það sé gífurlega mikilvægt umhverfismál að auka hlutfall þeirra sem taka Strætó. Trausti hvetur Strætófarþega til að láta til sín taka og hann heitir því, sem borgarfulltrúi, að hlusta á ábendingar þeirra og reyna að bæta þjónustuna.
Strætó Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44
Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5. júní 2022 12:19