MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 10:42 Sjóflutningsfyrirtækið Maersk hefur breytt stefnu sinni þegar kemur að kynferðisbrotum á skipum á vegum fyrirtækisins. John Lamb/Getty Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“ Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“
Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira