Koma þurfi á virku eftirliti með lögreglu áður en hugmyndir um auknar heimildir hennar eru skoðaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 23:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að það sé gömul saga og ný að lögreglan vilji auknar valdheimildir. Koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma séu skoðaðar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís. Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í haldi. Slíkar heimildir myndu að sögn lögreglustjórans auðvelda rannsókn mála er varða skipulagða brotastarfsemi. Tólf vikur séu langur tími Þingmaður Pírata segir það ekki nýtt að lögreglan falist eftir auknum heimildum. Lögreglan hafi nú þegar mjög víðtækar heimildir til að fara fram á gæsluvarðhald og að tólf vikna varðhald sé gríðarlega langur tími. Þá segir hún skorta upp á eftirlit með störfum lögreglu. „Eins og við höfum bent á núna í talsvert langan tíma þá er í rauninni mjög takmarkað, ef nokkuð, raunverulegt eftirlit með störfum lögreglu annað en bara eftirlit dómstóla þegar störfum er lokið þar sem fólk getur óskað eftir skaðabótum ef það hefur verið brotið á því. Það er í rauninni lítil skoðun á vinnubrögðum lögreglu yfirhöfuð,“ sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hæstaréttarlögmaður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákall lögreglustjórans boði mikla aftuför í þeim réttarfarslegu framförum sem hafa átt sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafi þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann að herða skilyrðin fyrir gæsluvarðhaldi og því segir lögmaðurinn sjónarmið lögreglustjórans fráleit. „Ég tel alveg augljóst að áður en við förum að auka heimildir þá þurfi að koma á einhvers konar virku eftirliti þar sem það hafa komið upp áhyggjur af því að það sé verið að misbeita þessum heimildum nú þegar,“ sagði Arndís.
Lögreglan Píratar Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira