Ljúfsárt að kveðja húsið
Gerður, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Gerður segir það muni vera erfitt að kveðja húsið.
Þetta er hús sem að mamma mín og pabbi byggðu og mér þykir ofsalega vænt um það. Þetta er dásamleg staðsetning við golfvöllinn og algjör náttúruparadís.
Aftur á heimaslóðir
Jakob, kærasti Gerðar, er fæddur og uppalinn í Hveragerði og segir Gerður stefnuna alltaf hafi verið að flytja þangað aftur.
„Við eigum fjölskyldu og vini þar og við hlökkum mikið til að vera nær þeim. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman.“
Parið gafst upp á því að leita eftir eign á sölu í Hveragerði og ákváðu því að kaupa lóð og byggja draumahúsið.
Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi.
Óskað er eftir tilboði í eignina en fasteignamatið er 161.6 miljónir króna.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á fasteignavef Vísis.







