Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 20:33 Atvikið átti sér stað við Minningarkirkju Vilhjálms keisara og mannmargar verslunargötur í miðborg Berlínar. Ap/Michael Sohn Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu. Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu.
Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50
Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39