Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 20:33 Atvikið átti sér stað við Minningarkirkju Vilhjálms keisara og mannmargar verslunargötur í miðborg Berlínar. Ap/Michael Sohn Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu. Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu.
Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50
Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39