Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. júní 2022 08:00 Valgeir (t.v.) og Sveinn Rúnar ásamt Anastasiu sem kom hingað til lands fyrir einungis sjö dögum. Vísir/Sigurjón Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira