„Stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti“ Elísabet Hanna skrifar 8. júní 2022 12:01 Þorsteinn og Hulda eiga opin samskipti um þriðju vaktina. Samsett Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa kynnt sér þriðju vaktina betur en flestir og geta tengt við hana úr sínu eigin sambandi. Þau leggja mikið upp úr því að fræða aðra um verkaskiptinguna innan heimilisins og eru nú að byrja með námskeið. Hulda er menntaður sálfræðingur og Þorsteinn er menntaður kynjafræðingur og bæði halda þau úti miðlum sem stuðla að jafnrétti og bættri líðan. Blaðamaður fékk að heyra í þeim um þeirra upplifun á þriðju vaktinni: Hafið þið alltaf verið vör um skiptinguna á ykkar heimili? Hulda: Ég fann oft fyrir gremju og pirringi yfir allskonar hlutum sem sneru að verkaskiptingu en vissi ekki að það væri til heiti yfir það fyrr en mörgum árum seinna þegar ég lærði um hugtakið þriðju vaktina. Svo fann ég margfalt þyngri byrði á mínar herðar eftir að við eignuðumst börn. „Við erum mjög meðvituð um þetta núna en það er merkilegt hvað er auðvelt að detta í gömul hjólför í amstri dagsins.“ Þorsteinn: Eftir á að hyggja þá taldi ég mig vera töluvert duglegri en ég var í raun og veru og sá ekki hversu ofboðslega dulin sérstaklega þriðja vaktin er. Ég er klárlega ennþá að sjá og skilja og reyna að jafna byrðina. Aðsend Hvernig byrjuðuð þið á að kynna ykkur þriðju vaktina? Þorsteinn: Ég sá þetta fyrirbæri ekki fyrr en fyrir nokkrum árum í myndasögu eftir Emma Clit sem heitir You should’ve asked. En hugtakið þriðja vaktin og þessi skýra aðgreining á milli annarar og þriðju vaktarinnar gerði ég ekki fyrr en við Hulda unnum texta og heimildavinnuna fyrir átak VR. Hulda: Ég heyrði fyrst af þessu hugtaki í gegnum femíníska vini okkar en segi eins og Þorsteinn að ég sökkti mér síðan dýpra í rannsóknir þegar við unnum verkefni um þriðju vaktina fyrir VR árið 2021. Það var mikill styrkur í því fyrir mig og mitt klíníska starf og gott að sjá hve mikið þetta hefur í raun verið rannsakað síðustu áratugi. Hver er munurinn á annarri og þriðju vaktinni? Hulda: Í stuttu máli mætti segja að helsti munurinn felist í annars vegar beinni framkvæmd, að gera, sem er þá önnur vaktin, á meðan þriðja vaktin er þetta hugræna álag, yfirsýn og ábyrgðin sem er oft ósýnileg en íþyngjandi. Við förum ítarlegar yfir þetta í erindinu okkar. „Í raun skipta skilgreiningarnar ekki lykilmáli en þær geta þó hjálpað pörum að ná betur utan um umfangið á heimilis- og fjölskyldustörfunum.“ View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað kom ykkur mest á óvart? Þorsteinn: Persónulega kannski hversu fáránlega blindur ég var á sjálfan mig og eigin frammistöðu. Það er bara mjög vandræðalegt og sársaukafullt, að þurfa að horfast í augu við það. Enda sennilega ekki ásetningur neins að dömpa byrði á makann sinn og geta ekki séð það einu sinni. „Bara upplifað ósanngjarnt nöldur og tuð… sem er algeng upplifun karla.“ Hulda: Það kom mér mest á óvart hvað rannsóknir hafa getað sýnt fram á margt sem konur hafa talað um í áratugi við litla hlustun. Það að geta stuðst við vísindaleg gögn var svo valdeflandi og ég upplifði að það væri hlustað af meiri athygli og virðingu. Þetta snýst nefnilega ekki bara um það að konur séu alltaf að tuða yfir engu. „Þetta er raunverulegt vandamál sem truflar mikið í okkar samfélagi, er stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti.“ View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað er gott ráð fyrir önnur pör? Hulda: Hvað varðar þriðju vaktina þá sé ég í mínu starfi sem sálfræðingur að mörg pör eiga í erfiðleikum með að jafna verkaskiptingu og byrðina heimavið. En það sem þau virðast einnig eiga erfitt með er að hreinlega eiga samtal um þessa hluti. Oftar en ekki verður úr rifrildi og tuð og fólk festist í sömu hjólförunum, skilur ekki hvort annað og heldur svo áfram án þess að nokkuð breytist en gremjan er undirliggjandi. Það að geta tekið umræðuna um þriðju vaktina er nauðsynlegt svo hægt sé að taka stöðuna og gera breytingar. „Stundum þurfa pör að vinna í sambandinu sínu og jafnvel með fagaðila til að geta átt samtöl án þess að tilfinningarnar taki yfir og þau strandi þar.“ Algengasta mynstrið sem ég sé er í karl-kona samböndum þar sem konan hefur reynt að ræða þessa hluti ítrekað, er orðin þreytt og buguð en karlinn fer í vörn og finnst konan vera að vanmeta hann eða gera lítið úr honum sem maka eða jafnvel föður. Það getur líka verið mjög gott fyrir pör að fræðast um þriðju vaktina sem fyrirbærið sem hún er til að gera þetta aðeins minna persónulegt. Þetta er víðfeðmur samfélagslegur vandi en ekki bara spurning um að Palli eða Siggi séu latir fávitar sem nenna ekki að taka ábyrgð heima. Aðsend Þorsteinn: Ég reyni að gefa sem fæst ráð enda ekki beint með innistæðuna, nema kannski að hlusta og taka mark á konunni sinni. En það er reyndar líka gagnlegt, að fenginni reynslu, að reyna að taka þessari persónulegu og ágengu umræðu ekki persónulega. Mynstrið sem mörg pör, einkum í karl-kona samböndum, glíma við er afleiðing af ákveðnu gildismati og samfélagsgerð sem er nauðsynlegt að sjá og beita sér gegn. Er eitthvað efni sem þið getið mælt með fyrir pör í vanda? Hulda: Ég myndi mæla með að skoða myndasöguna You should have asked til að byrja með og skoða efnið á sem við unnum fyrir VR. En þar er hellingur af aðgengilegum texta og eins ritrýndar greinar, ef fólk vill sökkva sér djúpt í þetta. Þorsteinn: Ég mæli svosum ekkert með því en það er líka hægt að hlusta á okkur hjónin ræða þessi mál í hlaðvarpinu Karlmennskan en þar er einn þáttur sérstaklega, 9. þáttur sem heitir Mental load, þar sem við eigum ákveðið uppgjör við okkar reynslu. Mjög óþægilegur, berskjaldandi en gagnlegur þáttur… höfum við heyrt. „Höfum heyrt að sálfræðingar og jafnvel heimilislæknar hafi vísað pörum á að hlusta á þann þátt.“ Hvað getur fólk búist við því að taka með sér heim af námskeiðinu? Hulda: Við setjum námskeiðið upp þannig að það er bæði unnið út frá fræðunum og okkur sem sálfræðingi og kynjafræðingi en við deilum líka persónulegri reynslu sem við finnum að fólki þykir gott og það minnkar spennuna sem gjarnan hefur byggst upp. Fólk fræðist um aðra og þriðju vaktina, fær ýmis dæmi og dæmisögur um birtingarmyndir og flækjur sem er algengt að komi upp. Svo förum við yfir mögulegar lausnir og skref sem pör geta tekið til að jafna byrðina heimavið og hvernig er hægt að eiga þessi erfiðu samtöl. Aðsend „Við höfum nú líka húmor fyrir okkur og finnum að fólki finnst líka gott að geta hlegið að og tengt við þetta mynstur sem við könnumst svo mörg við.“ Ástin og lífið Geðheilbrigði Jafnréttismál Tengdar fréttir „Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01 Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31 Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30 Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Hulda er menntaður sálfræðingur og Þorsteinn er menntaður kynjafræðingur og bæði halda þau úti miðlum sem stuðla að jafnrétti og bættri líðan. Blaðamaður fékk að heyra í þeim um þeirra upplifun á þriðju vaktinni: Hafið þið alltaf verið vör um skiptinguna á ykkar heimili? Hulda: Ég fann oft fyrir gremju og pirringi yfir allskonar hlutum sem sneru að verkaskiptingu en vissi ekki að það væri til heiti yfir það fyrr en mörgum árum seinna þegar ég lærði um hugtakið þriðju vaktina. Svo fann ég margfalt þyngri byrði á mínar herðar eftir að við eignuðumst börn. „Við erum mjög meðvituð um þetta núna en það er merkilegt hvað er auðvelt að detta í gömul hjólför í amstri dagsins.“ Þorsteinn: Eftir á að hyggja þá taldi ég mig vera töluvert duglegri en ég var í raun og veru og sá ekki hversu ofboðslega dulin sérstaklega þriðja vaktin er. Ég er klárlega ennþá að sjá og skilja og reyna að jafna byrðina. Aðsend Hvernig byrjuðuð þið á að kynna ykkur þriðju vaktina? Þorsteinn: Ég sá þetta fyrirbæri ekki fyrr en fyrir nokkrum árum í myndasögu eftir Emma Clit sem heitir You should’ve asked. En hugtakið þriðja vaktin og þessi skýra aðgreining á milli annarar og þriðju vaktarinnar gerði ég ekki fyrr en við Hulda unnum texta og heimildavinnuna fyrir átak VR. Hulda: Ég heyrði fyrst af þessu hugtaki í gegnum femíníska vini okkar en segi eins og Þorsteinn að ég sökkti mér síðan dýpra í rannsóknir þegar við unnum verkefni um þriðju vaktina fyrir VR árið 2021. Það var mikill styrkur í því fyrir mig og mitt klíníska starf og gott að sjá hve mikið þetta hefur í raun verið rannsakað síðustu áratugi. Hver er munurinn á annarri og þriðju vaktinni? Hulda: Í stuttu máli mætti segja að helsti munurinn felist í annars vegar beinni framkvæmd, að gera, sem er þá önnur vaktin, á meðan þriðja vaktin er þetta hugræna álag, yfirsýn og ábyrgðin sem er oft ósýnileg en íþyngjandi. Við förum ítarlegar yfir þetta í erindinu okkar. „Í raun skipta skilgreiningarnar ekki lykilmáli en þær geta þó hjálpað pörum að ná betur utan um umfangið á heimilis- og fjölskyldustörfunum.“ View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað kom ykkur mest á óvart? Þorsteinn: Persónulega kannski hversu fáránlega blindur ég var á sjálfan mig og eigin frammistöðu. Það er bara mjög vandræðalegt og sársaukafullt, að þurfa að horfast í augu við það. Enda sennilega ekki ásetningur neins að dömpa byrði á makann sinn og geta ekki séð það einu sinni. „Bara upplifað ósanngjarnt nöldur og tuð… sem er algeng upplifun karla.“ Hulda: Það kom mér mest á óvart hvað rannsóknir hafa getað sýnt fram á margt sem konur hafa talað um í áratugi við litla hlustun. Það að geta stuðst við vísindaleg gögn var svo valdeflandi og ég upplifði að það væri hlustað af meiri athygli og virðingu. Þetta snýst nefnilega ekki bara um það að konur séu alltaf að tuða yfir engu. „Þetta er raunverulegt vandamál sem truflar mikið í okkar samfélagi, er stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti.“ View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Hvað er gott ráð fyrir önnur pör? Hulda: Hvað varðar þriðju vaktina þá sé ég í mínu starfi sem sálfræðingur að mörg pör eiga í erfiðleikum með að jafna verkaskiptingu og byrðina heimavið. En það sem þau virðast einnig eiga erfitt með er að hreinlega eiga samtal um þessa hluti. Oftar en ekki verður úr rifrildi og tuð og fólk festist í sömu hjólförunum, skilur ekki hvort annað og heldur svo áfram án þess að nokkuð breytist en gremjan er undirliggjandi. Það að geta tekið umræðuna um þriðju vaktina er nauðsynlegt svo hægt sé að taka stöðuna og gera breytingar. „Stundum þurfa pör að vinna í sambandinu sínu og jafnvel með fagaðila til að geta átt samtöl án þess að tilfinningarnar taki yfir og þau strandi þar.“ Algengasta mynstrið sem ég sé er í karl-kona samböndum þar sem konan hefur reynt að ræða þessa hluti ítrekað, er orðin þreytt og buguð en karlinn fer í vörn og finnst konan vera að vanmeta hann eða gera lítið úr honum sem maka eða jafnvel föður. Það getur líka verið mjög gott fyrir pör að fræðast um þriðju vaktina sem fyrirbærið sem hún er til að gera þetta aðeins minna persónulegt. Þetta er víðfeðmur samfélagslegur vandi en ekki bara spurning um að Palli eða Siggi séu latir fávitar sem nenna ekki að taka ábyrgð heima. Aðsend Þorsteinn: Ég reyni að gefa sem fæst ráð enda ekki beint með innistæðuna, nema kannski að hlusta og taka mark á konunni sinni. En það er reyndar líka gagnlegt, að fenginni reynslu, að reyna að taka þessari persónulegu og ágengu umræðu ekki persónulega. Mynstrið sem mörg pör, einkum í karl-kona samböndum, glíma við er afleiðing af ákveðnu gildismati og samfélagsgerð sem er nauðsynlegt að sjá og beita sér gegn. Er eitthvað efni sem þið getið mælt með fyrir pör í vanda? Hulda: Ég myndi mæla með að skoða myndasöguna You should have asked til að byrja með og skoða efnið á sem við unnum fyrir VR. En þar er hellingur af aðgengilegum texta og eins ritrýndar greinar, ef fólk vill sökkva sér djúpt í þetta. Þorsteinn: Ég mæli svosum ekkert með því en það er líka hægt að hlusta á okkur hjónin ræða þessi mál í hlaðvarpinu Karlmennskan en þar er einn þáttur sérstaklega, 9. þáttur sem heitir Mental load, þar sem við eigum ákveðið uppgjör við okkar reynslu. Mjög óþægilegur, berskjaldandi en gagnlegur þáttur… höfum við heyrt. „Höfum heyrt að sálfræðingar og jafnvel heimilislæknar hafi vísað pörum á að hlusta á þann þátt.“ Hvað getur fólk búist við því að taka með sér heim af námskeiðinu? Hulda: Við setjum námskeiðið upp þannig að það er bæði unnið út frá fræðunum og okkur sem sálfræðingi og kynjafræðingi en við deilum líka persónulegri reynslu sem við finnum að fólki þykir gott og það minnkar spennuna sem gjarnan hefur byggst upp. Fólk fræðist um aðra og þriðju vaktina, fær ýmis dæmi og dæmisögur um birtingarmyndir og flækjur sem er algengt að komi upp. Svo förum við yfir mögulegar lausnir og skref sem pör geta tekið til að jafna byrðina heimavið og hvernig er hægt að eiga þessi erfiðu samtöl. Aðsend „Við höfum nú líka húmor fyrir okkur og finnum að fólki finnst líka gott að geta hlegið að og tengt við þetta mynstur sem við könnumst svo mörg við.“
Ástin og lífið Geðheilbrigði Jafnréttismál Tengdar fréttir „Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01 Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31 Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30 Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
„Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01
Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31
Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30
Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01