Anderson hefur lýst því yfir að hún ætli að segja af sér ef þingið lýsir vantrausti á Morgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra í dag. Tillaga þess efnis var lögð fram vegna viðbragða Johansson við hrinu skotárása í landinu. Atkvæðagreiðslan fer fram í hádeginu.
Svo virðist sem að Johansson standi vantraustið af sér. Útlit er fyrir að úrslitin ráðist á einu atkvæði Amineh Kakabaveh, óháðs þingmanns. Hún sagði í morgun að hún ætlaði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Standi hún við það og atkvæðagreiðslan fer að öðru leyti eftir flokkslínum er Johansson borgið.