Vaktin: Segja sex hundruð Úkraínumenn í „pyndingarklefum“ í Kherson Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2022 06:47 Úkraínskir hermenn eru meðal þeirra sem Rússar hafa komið fyrir í sérútbúnum pyndingarklefum, að sögn sendinefndar Úkraínu hjá OSCE. Scott Peterson/Getty Images Vassily Nebenzia, sendifulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, gekk út af fundi öryggisráðsins í gær þegar forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins sakaði Rússa um að nota matvælabirgðir sem „leyniflaugar“ gegn þróunarríkjum heims. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira