Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 6. júní 2022 15:10 Frá blaðamannafundinum í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vésteinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag þar sem nýr meirihluti var kynntur. Það voru oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson sem kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dóra Björt mun fara fyrir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði og Einar mun leiða borgarráð til að byrja með en tekur svo við borgarstjórastólnum í byrjun árs 2024. Dagur mun áfram gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 og mun þá taka við sem formaður borgarráðs. Áframhaldandi velferð og aukin uppbygging í húsnæðismálum Um meirihlutann sagði Einar að hann hafi verið eini raunhæfi möguleikinn. Hér hafi verið fjórir ólíkir flokkar með ólíkar stefnur í mörgum málum en þó með sameiginlega sýn í mörgum öðrum málum. Kosningabaráttan hafi hins vegar leitt í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. „Og ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Og er þakklátur fyrir það að við vorum öll lausnamiðuð, samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni, velferð og aukna uppbyggingu í húsnæðismálum.“ Það sé meirihlutasáttmálinn, sem telur 33 síður, en á fyrstu síðum hans er farið yfir fyrstu breytingarnar sem á að ráðast í. Einar Þorsteinsson fær borgarstjórastólinn í 30 mánuðiVísir/Ragnar Áhersla á lofstlagsmál og græna þróun Dóra Björt tók til máls á eftir Einari. Hún sagði að áherslur Píratar endurspegluðust vel í loftslagsmálunum sem væru leiðarljós í meirihlutasáttmálanum. Hún sagði það birtast í því að umhverfismál væru tekin aftur inn í skipulagsmálin með sameiginlegu ráði umhverfis- og skipulagsmála. Hún mun sjálf fara fyrir því. Þórdís Lóa var þriðja í röðinni og talaði um að í sáttmálanum ætti sérstaklega að taka utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Þá væri verið að taka sérstaklega vel utan um loftslagsmálin og græna þróun. Dagur borgarstjóri til ársloka 2023 og þá taki Einar við Dagur borgarstjóri tók síðastur til máls. Hann sagði ótrúlega góðan anda hafa verið í viðræðum um nýjan meirihluta og þetta væri meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Hér væri sameiginlega verið að svara kalli um að fara í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, ekki síst í húsnæðismálum en einnig í samgöngumálum með uppbyggingu Borgarlínu og Sundabrautar. Fulltrúar meirihlutans ánægðir að fundi loknum. Meirihlutinn hafi ekki bara unnið að sáttmálanum í meirihlutaviðræðunum heldur líka skipt með sér verkum. Dóra Björt muni fara fyrir stækkuðu skipulagsráði sem verði að umhverfis- og skipulagsráði. Þá verði Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar og þangað inn fari atvinnumál. Til að byrja með verði Einar formaður borgarráðs en verði borgarstjóri í upphafi árs 2024. Dagur sjálfur verður þá áfram í borgarstjórastólnum fyrstu átján mánuðina og mun að því loknu taka við stöðu formanns borgarráðs. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Borgarstjórn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Reykjavík Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira