„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 10:01 Íþróttamiðstöð Fram er með glæsileg í alla staði. Stöð 2 „Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram. Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram
Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira