„Enginn hélt framhjá neinum. Sambönd enda. Það er ekki flóknara en það. Að búa til sögusagnir og að ljúga á internetinu er hættulegt,“ skrifaði leikarinn á Instagram-síðu sína í dag en samkvæmt honum hefur fólk verið að dreifa lygasögum um að samband þeirra hafi endað vegna framhjáhalds.

Tíu árum munar á Eilish og Vorce en samband þeirra entist í rúmt ár. Eilish hefur sjálf ekki tjáð sig um sambandsslitin, hvorki á Instagram, né í fjölmiðlum.
Billie hefur hlotið ótal verðlauna fyrir tónlist sína, nú síðast Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið með No Time to Die og er úr samnefndri James Bond-mynd.