Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2022 19:20 Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56