Fóru yfir agavandamál Eyjamanna: Lárus Orri telur að Guðjón Pétur spili ekki aftur fyrir ÍBV Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 07:30 Guðjón Pétur reynir að stinga Kristinn Frey Sigurðsson af í leik ÍBV gegn FH í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bestu deild karla í fótbolta til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir átta umferðir og hefur ekki unnið leik. Það virðist lítill agi vera á liðinu sem hefur sankað að sér spjöldum og þá er Guðjón Pétur Lýðsson í vikustraffi. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira