Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Ágúst Mogensen skrifar 30. maí 2022 10:00 Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Rafhlaupahjól Samgönguslys Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun