Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Ágúst Mogensen skrifar 30. maí 2022 10:00 Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Rafhlaupahjól Samgönguslys Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun